Dohop fékk gullið

Flugleitarvél Dohop er sú besta í heiminum í ár að World Travel Awards. Mikil viðurkenning segir forstjórinn.

 

Flugleitarvél Dohop er sú besta í heiminum í ár að World Travel Awards. Mikil viðurkenning segir forstjórinn.

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop vann í nótt verðlaunin “World’s Leading Flight Comparison Website” á World Travel Awards. Fékk Dohop þar fleiri atkvæði en nokkrar af þekktustu leitarsíðum í heimi. Auk dómnefndar gátu netnotendur greitt atkvæði í kosningunni en tíu leitarvélar voru tilnefndar. Þær sömu og í fyrra þegar verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti.

„Þetta er auðvitað alveg frábær viðurkenning fyrir okkar vinnu og okkar starfsfólk hérna á Íslandi. Við vorum í flokki með ansi stórum fyrirtækjum sem eru mun betur þekkt erlendis þannig að þessi sigur kom okkur skemmtilega á óvart,” segir Kristján Guðni Bjarnason, forstjóri Dohop, í tilkynningu. Með sigrinum er Dohop sjálfkrafa tilnefnt í sama flokki á næsta ári.