Samfélagsmiðlar

Ferðalög um ófriðarsvæði

Útlendingum er oftast ráðlagt að halda sig fjarri stríðshrjáðum löndum. Það eru samt til ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig reisum um vígvelli.

 

 

Útlendingum er oftast ráðlagt að halda sig fjarri stríðshrjáðum löndum. Það eru samt til ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig reisum um vígvelli.

Orðin mannrán, bílsprengjur og eldflaugaárásir hafa líklega ekki ratað í marga ferðabæklinga hér á landi eða annars staðar. Þau koma þó ósjaldan fyrir í ferðalýsingum þeirra fyrirtækja sem gera út á ferðalög til svæða sem vestræn stjórnvöld biðja þegna sína um að sneiða hjá. Ferðaviðvaranir utanríkisráðuneyta verða því eins konar gæðastimpill fyrir viðkomandi ferðaskrifstofur og samkvæmt grein í hinu danska Politiken fer markhópur þess háttar ferðalaga ört stækkandi.

Dauðatúrismi

„Fólk sækist eftir því að komast í snertingu við dauðann. Það vill ferðast inn á stríðssvæði, á meðan átökin eiga sér stað, vegna þess að það er heillað af ástandinu,” útskýrir prófessorinn John Lennon í viðtali við Politiken en Lennon er sérfræðingur í þeirri tegund ferðaþjónustu sem hefur einhver tengsl við dauðann. Hann segir ákveðinn töfraljóma yfir þessum stríðsferðum og þeir sem í þær fara sækist eftir því að skapa sér sérstöðu. Mikil útbreiðsla samfélagsmiðla hefur einmitt verið talin ein ástæða þess að sífellt fleiri sæki í þess háttar ferðalög því fátt toppar sjálfsmynd sem tekin er á átakasvæði.

Fimmtugir karlar

Ein þeirra ferðaskrifstofa sem býður upp á stríðsferðir kallast War Zone Tours og sérhæfa starfsmenn hennar sig í því að fara með túrista um hættusvæði í Írak, Beirút, Mexíkó, Súdan og Sómalíu. Síðastnefna landið nýtur mestra vinsælda um þessar mundir og kosta ferðirnar þangað um fjórar milljónir króna. Aðeins fjórir ferðalangar komast í hvern túr og eina skilyrðið sem ferðaskrifstofan setur er að þátttakendurnir blandi sér ekki í átökin. Það eru helst vestrænir karlar fimmtugt sem sækja í þessa tegund ferða.

Skothelt vesti fyrir 10 þúsund

Það þarf þó ekki að kosta milljónir að kynna sér stríðsátök. Í sumar buðust til að mynda ferðir um ófriðarsvæði í Úkraínu fyrir um áttatíu þúsund krónur. Gjaldið fyrir þá sem vildu aðeins rétt stinga nefinu inn var um tíu þúsund krónur og fylgdi þá skothelt vesti og vopnaðar vörður með í kaupunum samkvæmt frétt Daily Mail.

Mikil áhætta

Talsmaður danska utanríkisráðuneytisins segir í viðtali við Politiken að stjörnvöld geti ekki bannað fólki að heimsækja þau lönd sem eru á lista ráðuneytisins yfir hættusvæði. Hann vill þó benda fólki á að það taki mikla áhættu með því að fara í svona ferðir og þær geti haft miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir ferðalanginn og aðstandendur hans. Vísar hann þar sennilega til þess að vestrænt fólk er oft skotmark mannræningja í þeim löndum þar sem ástandið er einna verst.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …