Fimmta hver ferð til London

Hér eru þær tíu borgir sem oftast var flogið til frá Keflavík í nóvember.

 

Hér eru þær tíu borgir sem oftast var flogið til frá Keflavík í nóvember.

Það er boðið upp á áætlunarflug héðan til þriggja flugvalla í nágrenni við höfuðborg Breta. Til Gatwick fljúga easyJet, Icelandair og WOW air, Icelandair flýgur tvisvar á dag til Heathrow og easyJet fer daglega til Luton. Í nóvember voru farnar 170 ferðir til þessara flugvalla samkvæmt talningu Túrista en til samanburðar voru ferðirnar til Kaupmannahafar og Oslóar samtals 162. En þær tvær borgir koma á eftir London á listanum yfir þá staði sem oftast var flogið til frá Keflavík í síðasta mánuði eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vægi þeirra 10 borga sem oftast var flogið til frá Keflavík í nóvember:

  1. London 20,3%
  2. Kaupmannahöfn: 10,4%
  3. Osló: 8,9%
  4. New York: 5,6%
  5. París: 5,2%
  6. Boston: 4,5%
  7. Stokkhólmur: 4,1%
  8. Amsterdam: 3,6%
  9. Seattle: 3,6%
  10. Frankfurt: 3,2%