Hætta flugi til Íslands eftir tvær vertíðir

Icelandair verður aftur eina félagið sem sér hag í því að bjóða upp á beint flug frá Íslandi til Belgíu.

 

 

Icelandair verður aftur eina félagið sem sér hag í því að bjóða upp á beint flug frá Íslandi til Belgíu.

Fréttir af auknum umsvifum erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli hafa verið tíðar síðustu misseri. Á sama tíma hafa engin flugfélög hætt Íslandsflugi. Það ætla hins vegar forsvarsmenn belgíska flugfélagsins Thomas Cook Airlines að gera þrátt fyrir að hafa fengið úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Samkvæmt svari frá félaginu verða tímarnir hins vegar ekki nýttir á næsta ári.

Síðustu tvö sumur hefur Thomas Cook Airlines boðið upp á ferðir hingað frá Brussel tvisvar sinnum í viku en áður var Icelandair eina félagið á þessari flugleið. Icelandair heldur hins vegar sínu striki og flýgur til Brussel allt að fimm sinnum í viku frá vori og fram á haust.