Nord meðal bestu matsölustaða fyrir flugfarþega

Skríbentar bandarísks tímarits hafa sett saman lista yfir þá veitingastaði á flugvöllum sem þeim þykja bestir. Nord á Keflavíkurflugvelli er einn þeirra.

 

 

Skríbentar bandarísks tímarits hafa sett saman lista yfir þá veitingastaði á flugvöllum sem þeim þykja bestir. Nord á Keflavíkurflugvelli er einn þeirra.

Það tekur alltaf nokkra klukkutíma fljúga héðan til útlanda og maturinn um borð í vélunum er sjaldnast innifalinn í fargjaldinu. Það eru því vafalítið margir farþegar sem fá sér að borða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir flugtak. Það hafa líka útsendarar bandaríska karlaritsins Men´s Journal gert og urðu þeir svo ánægðir með matinn á veitingastaðnum Nord að þeir settu hann á lista yfir þá tíu matsölustaði á flugvöllum sem þeim þykja bestir í heiminum. Aðeins einn annar evrópskur staður komst á listann eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í tilkynningu frá Nord er haft eftir Sæmundi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra, að þetta sé mikill heiður og viðurkenning á þeirri stefnu að bjóða upp á fyrsta flokks hráefni, matreiðslu á staðnum og gott vöruúrval. Í umsögn Men´s Journal um Nord er veitingastaðnum hrósað fyrir að bjóða upp á íslenska fiskrétti og mjólkurvörur.

Þeir tíu veitingastaðir sem komust á lista Men´s Journal.

  1. Tortas Frontera, O’Hare í Chicago.
  2. Blue Smoke on the Road, JFK í New York.
  3. Surdyk’s Flights, Minneapolis-St. Paul flugvelli.
  4. Nord á Keflavíkurflugvelli.
  5. Rogue Ales at the Portland flugvelli.
  6. Bridge Bar and Eating House, London Heathrow.
  7. Bankers Hill Bar and Restaurant, San Diego.
  8. Movida, Sydney flugvelli.
  9. Marmalade Café, Los Angeles
  10. Urban Crave, George W. Bush flugvelli í Houston.

NÝJAR GREINAR: Í borg hinna hugmyndaríkuMikill munur á barnafargjöldum flugfélaganna

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.