Fargjöld easyJet til London lækka stöðugt milli ára

Framboð á flugi héðan til London hefur ríflega tvöfaldast síðustu ár og fargjöld easyJet hafa hríðlækkað.

Framboð á flugi héðan til London hefur ríflega tvöfaldast síðustu ár og munar það mestu um aukin umsvif easyJet hér á landi. Fargjöld félagsins hafa hríðlækkað með fjölgun ferða.

Sá sem bókar í dag farmiða frá Keflavík til London eftir fjórar eða tólf vikur fær ódýrustu miðana hjá easyJet. Breska félagið var hins vegar langdýrasti kosturinn á sama tíma fyrir tveimur árum síðan. Núna hafa fargjöld félagsins hins vegar lækkað um nærri helming á báðum tilvikum. Sveiflurnar hjá Icelandair og WOW air eru mun minni en bæði félög bjóða þó nokkru lægri fargjöld í janúar og mars í dag en þau gerðu í fyrra eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.

Norwegian sem fyrr ódýrasta flugfélagið

Túristi kannar mánaðarlega þróun fargjalda til London, Kaupmannahafnar og Oslóar og allt þetta ár hefur Norwegian verið með lægstu fargjöldin. Á því virðist ekki ætla að verða breyting því í janúar og mars býður norska félagið lægstu fargjöldin frá Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þróun fargjalda í viku 4 (20.-26. janúar) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

  2015

2014

2013
London:      
easyJet 32.222 kr. 45.895 kr. 56.107 kr.
Icelandair 37.105 kr. 40.630 kr. 34.370 kr.
WOW air 34.995 kr. 39.424 kr. 39.825 kr.
Kaupmannahöfn:      
Icelandair 46.215 kr. 39.350 kr. 39.220 kr.
WOW air 36.815 kr. 36.301 kr. 32.560 kr.
Osló:      
Icelandair 29.555 kr. 33.270 kr.
Norwegian 20.750 kr. 19.360 kr.
SAS 27.235 kr. 34.556 kr.

 

Þróun fargjalda í viku 12 (16. til 22. mars) milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

  2015

2014

2013
London:      
easyJet 29.229 kr. 38.935 kr. 56.444 kr.
Icelandair 37.105 kr. 40.630 kr. 43.400 kr.
WOW air 31.995 kr. 40.424 kr. 41.825 kr.
Kaupmannahöfn:      
Icelandair 35.715 kr. 39.350 kr. 39.220 kr.
WOW air 32.315 kr. 34.301 kr. 34.560 kr.
Osló:      
Icelandair 29.555 kr. 33.270 kr.
Norwegian 20.750 kr. 19.360 kr.
SAS 27.235 kr. 34.556 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum séu tveir nætur. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.