Sjaldan hafa jafn margir farið út í nóvember

Þó desember sé rétt nýhafinn þá hafa nú þegar fleiri Íslendingar farið til útlanda í ár en allt árið í fyrra.

 

Þó desember sé rétt nýhafinn þá hafa nú þegar fleiri Íslendingar farið til útlanda í ár en allt árið í fyrra.

Það fóru 32.463 Íslendingar til útlanda í síðasta mánuði sem er aukning um 12 prósent frá því í nóvember í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna nóvembermánuð þar sem fleiri Íslendingar fóru utan.

Eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá flugu tvöfalt fleiri íslenskir farþegar út í nóvember í ár en í nóvember 2008 í kjölfar efnahagshrunsins.

Það sem af er ári hafi 371.913 íslenskir farþegar innritaðað sig í flug á Keflavíkurflugvelli en allt árið í fyrra voru þeir 364.912 samkvæmt talningu Ferðamálastofu.