Spá lækkun fargjalda á næsta ári

Lækkandi olíuverð er ein ástæða þess að hagnaður flugfélaga mun aukast á heimsvísu á næsta ári. Farþegar munu njóta góðs af því en þó ekki í Evrópu.

Lækkandi olíuverð er ein ástæða þess að hagnaður flugfélaga mun aukast á heimsvísu á næsta ári. Farþegar munu njóta góðs af því en þó ekki í Evrópu.

Álagning evrópskra flugfélaga er það lág að þrátt fyrir fallandi eldsneytiskostnað geta félögin varla lækkað fargjöldin á næsta ári. Farþegar í öðrum heimsálfum geta hins vegar reiknað með farmiðar lækki um allt að fimm af hundraði samkvæmt spá IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga.

Hörð samkeppni er ástæðan fyrir lágum fargjöldum í Evrópu og verða flugfélög í álfunni að selja nokkru hærra hlutfall af sætunum um borð, en flugfélög annars staðar, til að koma út á sléttu. Þannig þurfa tvö af hverjum þremur sætum í evrópskum vélum að vera skipuð til að félögin komi út á núlli. Hlutfallið er í undir sextíu prósentum annars staðar samkvæmt skýrslu IATA.

Ódýrara að fljúga frá Keflavík

Um mánaðarmótin lækkaði eldneytisgjald Icelandair um fimmtán prósent og heilt yfir eiga lægstu fargjöld félagsins að lækka sem nemur breytingunni á eldsneytisálaginu líkt og kom fram í frétt Túrista. Icelandair er langumsvifamesta flugfélagið hér á landi og þessi verðlækkun gæti því haft áhrif á fargjöld annarra flugfélaga.

Mánaðarlegar verðkannanir Túrista hafa einnig sýnt að fargjöld til London, Kaupmannahafnar og Oslóar hafa lækkað nær allt þetta ár.