Þeir sem vilja sofa í Illum verða að bíða lengur

Það er líklega óhætt að fullyrða að verslun Illum á Strikinu sé viðkomustaður stórs hluta þeirra Íslendinga sem fara í ferð til Kaupmannahafnar. Til stendur að opna lúxushótel á efstu hæðum byggingarinnar. Verkefnið hefur þó verð sett í salt.

 

 

Það er líklega óhætt að fullyrða að verslun Illum á Strikinu sé viðkomustaður stórs hluta þeirra Íslendinga sem fara í ferð til Kaupmannahafnar. Til stendur að opna lúxushótel á efstu hæðum byggingarinnar. Verkefnið hefur þó verið sett í salt.

Þegar íslenskir aðilar áttu vöruhús Illum við Amagertorv voru gerðar ýmsar breytingar á byggingunni. McDonalds flutti meðal annars út og verslunarhæðunum var breytt. Nú er Illum í eigu ítalskra kaupmanna og þeir vilja færa út kvíarnar og reisa tuttugu og fjögurra herbergja hótel á efstu hæðum hússins.

Ætlunin er að hótelið verði fyrsta flokks og muni veita D´Angleterre og Nimb samkeppni um þá túrista sem vilja aðeins það besta. Samkvæmt frétt Standby.dk gengur hægt að koma hótelframkvæmdunum í gang og þeim hefur nú verið frestað í að minnsta kosti eitt ár. Talið er að það muni taka eigendur hótelsins 10 til 12 ár að fá fjárfestingu sína greidda upp að fullu.