Þau atriði sem fara í taugarnar á flestum flugfarþegum

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sitja þétt saman með ókunnugu fólki í nokkra klukkutíma og geta sig varla hreyft.

 

 

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sitja þétt saman með ókunnugu fólki í nokkra klukkutíma og geta sig varla hreyft. Samkvæmt bandarískri könnun þá eru það spörk í sætisbök og foreldrar sem leyfa börnum sínum að láta ófriðlega sem pirra flesta flugfarþega.

Það eru nokkur dæmi um að flugvélum hafi verið snúið vegna átaka milli farþega. Í lok sumars þurftu til að mynda flugstjórar að lenda tveimur vélum vegna deilna um hallandi stólbök í farþegarýminu.

Það er hins vegar margt fleira sem fer í taugarnar á flugfarþegum eins og sjá má á niðurstöðum könnunar bókunarsíðunnar Expedia. Hallandi stólbök pirra nefnilega ekki nema um þriðjung farþega á meðan spörk í sæti, óþekk börn, illa lyktandi farþegar og hávaði frá heyrnatólum pirra mun fleiri.

Expedia framkvæmdi þessa sömu könnun í fyrra og það er áberandi hvað miklu hærra hlutfall farþega lætur hlutina fara í taugarnar á sér í ár en á því síðasta. Hvort úrtakið er það sama fylgir ekki sögunni en það er útlit fyrir að umburðalyndi flugfarþega hafi farið hratt minnkandi síðastliðið ár.

Það sem pirrar bandaríska flugfarþega mest samkvæmt könnun Expedia:

  Sakargift 2014 2014
1. Spark í sætisbak 67% 38%
2. Hirðulaust foreldri 64% 41%
3. Vera angandi 56% 28%
4. Hátt stillt heyrnatól 51% 19%
5. Vínsvelgur 50% 26%
6. Munnræpa 43% 23%
7. Of mikill handfarangur 39% 13%
8. Armbríksfrekja 38% 11%
9. Hallandi sætisbak 37% 13%
10. Biðraðasvindlari 35% 12%
11. Töskuhólfsfrekja 32% 9%
12. Illa lyktandi matvæli 32% 9%
13. Ríghalda í sætisbak 31% 12%
14. Skoða dónamyndir 30%
15. Vera ástleitinn 29% 9%
16. Tíðar klósettferðir (verandi í gluggasæti) 28% 9%
17. Fækka fötum, t.d. fara úr sokkum 26% 9%
18. Skipta um sæti 13% 5%