Samfélagsmiðlar

Íslandsflugið liður í því að styrkja starfsemina á Ítalíu

Vueling og WOW air munu fljúgu reglulega til Rómar frá Keflavíkurflugvelli á næsta ári.
Framkvæmdastjóri Vueling segir félagið geta boðið upp á tengiflug í allar áttir frá Róm.

Vueling og WOW air munu fljúgu reglulega til Rómar frá Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Framkvæmdastjóri Vueling segir félagið geta boðið upp á tengiflug í allar áttir frá Róm.

Eitt umsvifamesta lágfargjaldaflugfélag Evrópu, Vueling, mun auka Íslandsflug sitt töluvert á næsta ári. Síðustu tvö sumur hefur félagið flogið hingað frá Barcelona yfir aðalferðamannatímann en á næsta ári verður flugleiðin starfrækt frá byrjun maí og fram til loka október. Auk þess mun Vueling bjóða upp á flug milli Keflavíkur og Katalóníu nú í lok árs og um páskana.

Tengiflug til ítalskra og grískra eyja á einum miða

Vueling er mjög stórtækt í flugi til og frá Barcelona en hefur einnig haslað sér völl í höfuðborg Ítalíu og mun fljúga þaðan til Íslands frá 23. júní og fram til sumarloka. „Þessi viðbót er liður í því að efla starfsstöð okkar í Róm,“ segir Gabriel Schmilovich, framkvæmdastjóri hjá Vueling, í samtali við Túrista. „Íslendingar geta því brátt flogið beint til Rómar og þaðan áfram með Vueling til annarra ítalskra áfangastaða, t.d. Catania, Palermo, Genóa og Tórínó. Einnig geta þeir flogið með okkur til Aþenu í Grikklandi, til fjölmargra grískra eyja og jafnvel til Möltu.“

Schmilovich bendir einnig á að það sama eigi við um þá sem fljúga með félaginu til Barcelona því þaðan geti farþegarnir haldið áfram með Vueling til um 130 áfangastaða. En öfugt við lággjaldaflugfélög eins og easyJet þá geta farþegar Vueling fengið allt flugið á einum miða og eru því á ábyrgð flugfélagsins ef þeir missa af tengifluginu vegna seinkunar á fyrra fluginu.

Þess má geta að WOW air mun fljúga vikulega til Rómar næsta sumar en hingað til hefur ekki verið boðið upp á áætlunarflug til borgarinnar frá Íslandi.

Vueling er í eigu IAG Group sem á og rekur flugfélögin British Airways og Iberia.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …