WOW air og easyJet álíka umsvifamikil á Keflavíkurflugvelli

Farnar voru 845 áætlunarferðir til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Vægi Icelandair og WOW air dregst saman milli ára en easyJet stóð fyrri tíundu hverri ferð.

 

 

Farnar voru 845 áætlunarferðir til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Vægi Icelandair og WOW air dregst saman milli ára en easyJet stóð fyrri tíundu hverri ferð.

Öll þau flugfélög sem bjóða upp á reglulegt flug héðan yfir vetrarmánuðina fjölguðu ferðum sínum í nóvember í samanburði við sama tíma í fyrra. Hlutfallslega var aukningin langmest hjá breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet því ferðir þess voru nærri þrefalt fleiri nú en í fyrra. Munar orðið litlu á umsvifum easyJet og WOW air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan sem byggir á talningu Túrista.

Hlutdeild Icelandair dregst saman

Í nóvember á síðasta ári voru um þrjár af hverjum fjórum ferðum á vegum Icelandair en núna er vægi félagsins 67,8 prósent. Hlutdeildin minnkar því töluvert þó ferðum félagsins fjölgi milli ára.

Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.

Vægi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2014, í brottförum talið:

  Flugfélag Hlutdeild 2014 Hlutdeild 2013
1. Icelandair 67.8% 76,3%
2. WOW air 13% 14,3%
3. easyJet 10,8% 4,6%
4. SAS 3,3% 3,1%
5. Norwegian 2,6% 1,7%