Bílaleigubílar í Orlandó hafa hækkað minna en dollarinn

Síðastliðið ár hefur bandaríski dollarinn styrkst og kostar hann núna ríflega tíund meira en í janúar í fyrra.

Síðastliðið ár hefur bandaríski dollarinn styrkst og kostar hann núna ríflega tíund meira en í janúar í fyrra. Í krónum talið standa verðskrár bílaleiganna við Sanford flugvöll hins vegar næstum því í stað.

Sá sem bókar í dag millistóran bíl í Flórída í átta daga í febrúar borgar 548 krónum meira en sá sem var í sömu sporum fyrir ári síðan. Leiga þessa daga kostar tæplega 29 þúsund krónur og nemur hækkunin tveimur prósentum. Bíll í flokknum „Mini-van“ hefur hins vegar hækkað um sex prósent.

Þessar verðhækkanir eru mun minni en sem nemur styrkingu dollarans gangvart íslensku krónunni. Dollarinn er nefnilega 11,4 prósentum hærri í dag en í janúar í fyrra.

Í verðkönnunum Túrista er stuðst við þau verð sem samstarfsaðili síðunnar, Rentalcars, finnur við Sanford flugvöll, heimahöfn Icelandair í Flórída.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó 7. til 15. febrúar:

  Verð í dag Verð í janúar 2014
Mismunur
Meðalstór bíll (Intermediate) 28.843 kr. 28.295 kr. + 548 kr. (2%)
Stór bíll (Mini-Van) 39.798 kr. 37.483 kr. + 2.315 kr. (6%)

 

Mynd: Visit Orlando