Borgirnar sem oftast var flogið til í desember

Það var flogið áætlunarflug til 34 borga frá Keflavík í desember síðastliðnum. Tvöfalt fleiri ferðir voru í boði til London en til Kaupmannahafnar.

 

Það var flogið áætlunarflug til 34 borga frá Keflavík í desember síðastliðnum. Tvöfalt fleiri ferðir voru í boði til London en til Kaupmannahafnar.

Höfuðborgir Bretlands, Danmerkur og Noregs eru alla jafna þær borgir sem oftast er flogið til frá Keflavík og á því varð engin breyting í síðasta mánuði. Þá setti fimmta hver þota, sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli, stefnuna á London. Umferðin þangað var um tvöfalt meiri en til Kaupmannahafnar sem er sú borg sem næst oftast var flogið til. Osló kemur skammt á eftir.

Samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista á fargjöldum til þessara þriggja borga þá er nær alltaf ódýrast að fljúga héðan til Oslóar. Er það norska lágfargjaldaflugfélagið Norwegian sem býður oftast lægsta farið.

New York, Boston og Seattle eru einu borgirnar í N-Ameríku sem komast lista yfir þá tíu áfangastaði sem ferðinni var oftast heitið til í desember.

Vægi þeirra 10 borga sem oftast var flogið til frá Keflavík í desember:

  1. London: 20,3%
  2. Kaupmannahöfn: 10,6%
  3. Osló: 8%
  4. New York: 5,5%
  5. París: 5,4%
  6. Stokkhólmur: 4,1%
  7. Amsterdam: 3,6%
  8. Boston: 3,5%
  9. Seattle: 3,3%
  10. Frankfurt: 3,2%