Dvölin í Sviss varð skyndilega fimmtungi dýrari

sviss skidaskali

Seðlabankastjórinn í Sviss er ekki vinsæll hjá ferðaþjónustunni þar í landi og örugglega ekki heldur hjá íslenskum túristum. Seðlabankastjórinn í Sviss er ekki vinsæll hjá ferðaþjónustunni þar í landi og örugglega ekki heldur hjá íslenskum túristum. Gengi svissneska frankans hefur styrkst um nærri tuttugu prósent síðustu vikuna og ekki útlit fyrir að hann dali á næstunni. 
Í nær allan vetur hefur farið héðan til Basel og Genfar verið hræbillegt. Líklega hafa einhverjir nýtt sér það og sérstaklega skíðaáhugafólk jafnvel þó skíðasvæðin í Sviss séu með þeim dýrari í Ölpunum. Ákvörðun svissneska seðlabankans í síðustu viku um að hætta að láta frankann fylgja evrunni hefur hins vegar verið eins og köld vatnsgusa framan alla þá sem eru staddir í fríi í Sviss eða á leiðinni þangað. Frankinn hækkaði nefnilega um nærri fjórðung um leið og ákvörðunin var kynnt og er núna um fimmtungi hærri en hann var á sama tíma fyrir viku. Núna þarf að borga 153 krónur fyrir einn svissneskan franka á í byrjun síðustu viku kostaði hann aðeins 128 krónur.

Skíðapassinn hækkar um þúsundir króna

Fjögurra manna fjölskylda sem er á leið í vikulangt skíðafrí til Saas Fee í Sviss hefði borgað um 220 þúsund fyrir skíðapassana fyrir hækkun en í dag er verðið komið í 260 þúsund. Eins og gefur að skilja hefur gistingin líka hækkað en einhverjir hafa kannski verið búnir að gera upp við hótelið áður en gengið rauk upp. 

Erfiður dagur fyrir ferðaþjónustuna

Nokkrum dögum eftir að íslenska krónan hrundi árið 2008 var farið að auglýsa landið sem „Halfpriceland“ því allt í einu kostaði allt helmingi minna hér á landi fyrir erlenda ferðamenn. Í kjölfarið hefur túristum fjölgað hér ár frá ári þó verðlagi hafi breyst. Í Sviss býr ferðaþjónustan sig undir þveröfug áhrif og dragi úr áhuga útlendinga á að heimsækja landið og um leið hvetja heimamenn til utanlandsferða því nú fá þeir miklu meira fyrir peninginn í útlöndum en áður. Haft er eftir talsmanni Ferðamálaráðs Sviss í Wall Street Journal að fimmtudagurinn í síðustu dagur hafi verið „erfiður dagur“.
Þeir sem láta gengisbreytinguna ekki á sig fá geta flogið allt árið um kring með easyJet til Basel og Genfar en Icelandair flýgur til Genfar og Zurich yfir aðalferðamannatímann.