Samfélagsmiðlar

Dvölin í Sviss varð skyndilega fimmtungi dýrari

sviss skidaskali

Seðlabankastjórinn í Sviss er ekki vinsæll hjá ferðaþjónustunni þar í landi og örugglega ekki heldur hjá íslenskum túristum. Seðlabankastjórinn í Sviss er ekki vinsæll hjá ferðaþjónustunni þar í landi og örugglega ekki heldur hjá íslenskum túristum. Gengi svissneska frankans hefur styrkst um nærri tuttugu prósent síðustu vikuna og ekki útlit fyrir að hann dali á næstunni. 
Í nær allan vetur hefur farið héðan til Basel og Genfar verið hræbillegt. Líklega hafa einhverjir nýtt sér það og sérstaklega skíðaáhugafólk jafnvel þó skíðasvæðin í Sviss séu með þeim dýrari í Ölpunum. Ákvörðun svissneska seðlabankans í síðustu viku um að hætta að láta frankann fylgja evrunni hefur hins vegar verið eins og köld vatnsgusa framan alla þá sem eru staddir í fríi í Sviss eða á leiðinni þangað. Frankinn hækkaði nefnilega um nærri fjórðung um leið og ákvörðunin var kynnt og er núna um fimmtungi hærri en hann var á sama tíma fyrir viku. Núna þarf að borga 153 krónur fyrir einn svissneskan franka á í byrjun síðustu viku kostaði hann aðeins 128 krónur.

Skíðapassinn hækkar um þúsundir króna

Fjögurra manna fjölskylda sem er á leið í vikulangt skíðafrí til Saas Fee í Sviss hefði borgað um 220 þúsund fyrir skíðapassana fyrir hækkun en í dag er verðið komið í 260 þúsund. Eins og gefur að skilja hefur gistingin líka hækkað en einhverjir hafa kannski verið búnir að gera upp við hótelið áður en gengið rauk upp. 

Erfiður dagur fyrir ferðaþjónustuna

Nokkrum dögum eftir að íslenska krónan hrundi árið 2008 var farið að auglýsa landið sem „Halfpriceland“ því allt í einu kostaði allt helmingi minna hér á landi fyrir erlenda ferðamenn. Í kjölfarið hefur túristum fjölgað hér ár frá ári þó verðlagi hafi breyst. Í Sviss býr ferðaþjónustan sig undir þveröfug áhrif og dragi úr áhuga útlendinga á að heimsækja landið og um leið hvetja heimamenn til utanlandsferða því nú fá þeir miklu meira fyrir peninginn í útlöndum en áður. Haft er eftir talsmanni Ferðamálaráðs Sviss í Wall Street Journal að fimmtudagurinn í síðustu dagur hafi verið „erfiður dagur“.
Þeir sem láta gengisbreytinguna ekki á sig fá geta flogið allt árið um kring með easyJet til Basel og Genfar en Icelandair flýgur til Genfar og Zurich yfir aðalferðamannatímann.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …