Vilja deila upplýsingum um flugfarþega

Sameiginlegur gagnagrunnur um ferðalög fólks er meðal þess sem ráðamenn ESB íhuga.

 

 

Sameiginlegur gagnagrunnur um ferðalög fólks er meðal þess sem ráðamenn ESB íhuga

Innanríkisráðherrar nokkurra ESB landa munu hittast á fundi í París í dag og ræða hvernig hægt er að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir eins og þær sem áttu sér stað í Frakklandi í vikunni. Meðal tillagna er nýr gagngrunnur þar sem öll aðildarríki setja inn upplýsingar um nöfn flugfarþega, kreditkortanúmer og jafnvel hótelbókanir. Tilgangurinn er að fá upplýsingar um ferðamynstur mögulegra hryðjuverkamanna.

Upplýsingarnar til víða

Í dag safna mörg ríki ESB samskonar upplýsingum en það tekur hins vegar lögregluyfirvöld í einu landi langan tíma að fá aðgang að gögnum annarra landa. Sameiginleg upplýsingaveita myndi auðvelda það ferli.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem umræða um gagnagrunninn á sér stað innan ESB en hingað til hefur ekki verið meirihluti fyrir honum á Evrópuþinginu. Eftir atburði vikunnar hefur hins vegar pólitískur þrýstingur á þingið aukist samkvæmt frétt Dagens Nyheter.

TENGDAR GREINAR: Biðja ferðamenn í París um að vera á varðbergi