Svona hafa sumarfargjöldin þróast milli ára

alicante d

Í upphafi árs kannar Túristi fargjöld til Alicante, Barcelona, Hamborg, Mílanó og Zurich.
Á þessum tíma í fyrra var hægt að fá flugmiða til Alicante í júní og júlí fyrir um 41 þúsund krónur en núna kostar ódýrasta farið allt að helmingi meira. Líkt og og í fyrra eru það Primera Air og WOW air sem fljúga til spænsku borgarinnar og hafa fargjöld þess fyrrnefnda hækkað mikið milli ára og meira en tvöfaldast í ágúst.
Það hafa einnig orðið umtalsverðar hækkanir á farmiðum Icelandair til Barcelona. Í upphafi árs í fyrra mátti bóka far með félaginu til Katalóníu fyrir tæpar 53 þúsund krónur en núna er ódýrasta miðinn, báðar leiðir, tuttugu þúsund krónum dýrari. Spænska flugfélagið Vueling er lang ódýrasti kosturinn ef ferðinni er heitið til Barcelona eins og sjá má hér fyrir neðan.

Túristi kannar árlega fargjöld til nokkurra sumaráfangastaða og hér fyrir neðan er rakið hvernig farmiðaverðið hefur þróast milli ára fyrir hverja borg. Athygli vekur að í dag er nokkru ódýrara að bóka flugmiða til Zurich en í fyrra þrátt fyrir að WOW air hafi hætt flugi til borgarinnar og aðeins Icelandair sinni flugleiðinni.

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí. Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið en þó ekki handfarangursheimild WOW air.

Alicante
Í janúar 2013 var hægt að fá kaupa flugmiða til Alicante alla  sumarmánuðina á um 50 þúsund með Primera Air og WOW air. Í fyrra lækkaði fyrrnefnda félagið sín fargjöld en þau hafa snarhækkað í ár. WOW er því ódýrari kostur.

  Primera Air WOW air
Jún 67.943 kr. 63.200 kr.
Júl 61.943 kr. 55.820 kr.
Ágú 69.943 kr. 52.850 kr.
 

Barcelona

Icelandair hefur fækkað ferðum til Barcelona en Vueling og WOW air hafa bætt í. Lággjaldaflugfélögin tvö eru miklu ódýrari en Icelandair eins og sjá má.
   Icelandair  Vueling  WOW air
 Jún  85.375 kr.  44.235 kr.  55.993 kr.
 Júl  81.495 kr.  48.790 kr.  53.993 kr.
 Ágú  72.895 kr.  33.783 kr.  53.993 kr.

Hamborg
Það eru litlar sveiflur milli ára í farmiðaverðinu til næst fjölmennustu borgar Þýskalands. Sem fyrr kosta ódýrustu flugmiðarnir í kringum fjörtíu þúsund krónur nema í júní þegar German Wings býður enn betur.

   Airberlin  German Wings  Icelandair
 Jún  42.898 kr.  29.757 kr.  38.295 kr.
 Júl  45.863 kr.  43.808 kr.  45.595 kr.
 Ágú  41.369 kr.  45.403 kr.  38.295 kr.

Mílanó
Í ársbyrjun í fyrra mátti finna miða til Mílanó í júní með WOW air á um 45 þúsund. Núna kostar farið að lágmarki um sjö þúsund krónum meira. 

  Icelandair WOW air
Jún 63.025 kr. 52.244 kr.
Júl 63.025 kr. 59.244 kr.
Ágú 60.025 kr. 57.724 kr.

Zurich
Síðustu tvö sumur hafa Icelandair og WOW air flogið til stærstu borgar Sviss og hefur Icelandair reynst ódýrara í þessum verðkönnunum. Nú hafa farmiðarnir lækkað enn frekar þó félagið sé nú eitt um flugið til Zurich.

  Icelandair
Jún 51.635 kr.
Júl 51.635 kr.
Ágú 49.135 kr.