Ódýrasta farið til Edinborgar, Gautaborgar, Kölnar, Lyon og Varsjár

gautaborg hofn

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. 

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lyon og Varsjá. Þeir sem ætla til Gautaborgar borga minna en farmiðinn til Kölnar er á svipuðum nótum.

Á þessum tíma í fyrra og hittifyrra var ekki hægt að fá flug til Gautaborgar fyrir minna 40 þúsund krónur. Í dag má fá miða til sænskur borgarinnar í júní, júlí og ágúst fyrir rúmar 37 þúsund krónur. Til Kölnar má líka finna ódýrari miða en á sama tíma í fyrra en staðan er önnur ef ferðinni er heitið til Edinborgar, Lyon og Varsjár eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan. Tölurnar byggja á verðkönnunum sem Túristi framkvæmir í byrjun hvers árs. 

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí. Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið en þó ekki handfarangursheimild WOW air. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna 17. janúar 2013, 16. janúar 2014 og 18. janúar 2015.

Edinborg: easyJet
Í júlí standa ódýrustu fargjöldin nánast í stað en hafa hækkað um nokkuð þúsund krónur í júlí og ágúst.

  2013 2014 2015
Jún 25.403 kr. 26.047 kr. 30.261 kr.
Júl 30.037 kr. 29.270 kr. 30.742 kr.
Ágú 29.187 kr. 22.523 kr. 26.862 kr.

 

 

Gautaborg: Icelandair
Í fyrra stóðu fargjöldin til næst fjölmennstu borgar Svíþjóðar stóðu í stað en nú hafa þau lækkað um nærri þrjú þúsund krónur.

  2013 2014 2015
Jún 40.510 kr. 40.190 kr. 37.235 kr.
Júl 40.510 kr. 40.190 kr. 37.235 kr.
Ágú 40.510 kr. 40.190 kr. 37.235 kr.

 

 

Köln: German Wings
Þýska lággjaldaflugfélagið er eitt eftir í Köln en áður hafa íslensk félög spreytt sig á þessari flugleið. Þeir sem ætla að heimsækja borgina í ágúst og bóka miða í dag borga minna en þeir sem voru í sömu sporum í fyrra og hittifyrra.

  2013
2014 2015
Jún 42.651 kr. 36.743 kr. 34.090 kr.
Júl 57.949 kr. 47.577 kr. 46.570 kr.
Ágú 49.530 kr. 44.437 kr. 40.330 kr.

 

 

Lyon: WOW air
Það hefur orðið umstalsverð verðhækkun á lægstu fargjöldunum til Lyon í Frakklandi. Líkt og áður er WOW air eitt um flugleiðina og nú kostar að lágmarki 66 þúsund krónur að kaupa fara báðar leiðir í júlí og ágúst. Hækkun í ágúst nemur 12 þúsund krónum.

  2013 2014 2015
Jún 53.057 kr. 50.420 kr. 63.852 kr.
Júl 49.057 kr. 58.420 kr. 66.202 kr.
Ágú 49.057 kr. 54.420 kr. 66.202 kr.

 

 

Varsjá: WOW air
Í dag er nokkru dýrara að bóka farmiða til höfuðborgar Póllands en það var í fyrra en þó ekki ef fara á út í lok ágúst.

  2013 2014 2015
Jún 61.440 kr. 64.792 kr. 67.227 kr.
Júl 61.440 kr. 66.792 kr. 72.667 kr.
Ágú 57.440 kr. 64.792 kr. 60.227 kr.