Samfélagsmiðlar

Ódýrasta farið til Edinborgar, Gautaborgar, Kölnar, Lyon og Varsjár

gautaborg hofn

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. 

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lyon og Varsjá. Þeir sem ætla til Gautaborgar borga minna en farmiðinn til Kölnar er á svipuðum nótum.

Á þessum tíma í fyrra og hittifyrra var ekki hægt að fá flug til Gautaborgar fyrir minna 40 þúsund krónur. Í dag má fá miða til sænskur borgarinnar í júní, júlí og ágúst fyrir rúmar 37 þúsund krónur. Til Kölnar má líka finna ódýrari miða en á sama tíma í fyrra en staðan er önnur ef ferðinni er heitið til Edinborgar, Lyon og Varsjár eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan. Tölurnar byggja á verðkönnunum sem Túristi framkvæmir í byrjun hvers árs. 

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí. Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið en þó ekki handfarangursheimild WOW air. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna 17. janúar 2013, 16. janúar 2014 og 18. janúar 2015.

Edinborg: easyJet
Í júlí standa ódýrustu fargjöldin nánast í stað en hafa hækkað um nokkuð þúsund krónur í júlí og ágúst.

 201320142015
Jún25.403 kr.26.047 kr.30.261 kr.
Júl30.037 kr.29.270 kr.30.742 kr.
Ágú29.187 kr.22.523 kr.26.862 kr.

 

 

Gautaborg: Icelandair
Í fyrra stóðu fargjöldin til næst fjölmennstu borgar Svíþjóðar stóðu í stað en nú hafa þau lækkað um nærri þrjú þúsund krónur.

 201320142015
Jún40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.
Júl40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.
Ágú40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.

 

 

Köln: German Wings
Þýska lággjaldaflugfélagið er eitt eftir í Köln en áður hafa íslensk félög spreytt sig á þessari flugleið. Þeir sem ætla að heimsækja borgina í ágúst og bóka miða í dag borga minna en þeir sem voru í sömu sporum í fyrra og hittifyrra.

 2013
20142015
Jún42.651 kr.36.743 kr.34.090 kr.
Júl57.949 kr.47.577 kr.46.570 kr.
Ágú49.530 kr.44.437 kr.40.330 kr.

 

 

Lyon: WOW air
Það hefur orðið umstalsverð verðhækkun á lægstu fargjöldunum til Lyon í Frakklandi. Líkt og áður er WOW air eitt um flugleiðina og nú kostar að lágmarki 66 þúsund krónur að kaupa fara báðar leiðir í júlí og ágúst. Hækkun í ágúst nemur 12 þúsund krónum.

 201320142015
Jún53.057 kr.50.420 kr.63.852 kr.
Júl49.057 kr.58.420 kr.66.202 kr.
Ágú49.057 kr.54.420 kr.66.202 kr.

 

 

Varsjá: WOW air
Í dag er nokkru dýrara að bóka farmiða til höfuðborgar Póllands en það var í fyrra en þó ekki ef fara á út í lok ágúst.

 201320142015
Jún61.440 kr.64.792 kr.67.227 kr.
Júl61.440 kr.66.792 kr.72.667 kr.
Ágú57.440 kr.64.792 kr.60.227 kr.

 

 

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …