Samfélagsmiðlar

Ódýrasta farið til Edinborgar, Gautaborgar, Kölnar, Lyon og Varsjár

gautaborg hofn

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. 

Það stefnir í að það verði dýrara að fljúga til höfuðborgar Skotlands í sumar en það var í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lyon og Varsjá. Þeir sem ætla til Gautaborgar borga minna en farmiðinn til Kölnar er á svipuðum nótum.

Á þessum tíma í fyrra og hittifyrra var ekki hægt að fá flug til Gautaborgar fyrir minna 40 þúsund krónur. Í dag má fá miða til sænskur borgarinnar í júní, júlí og ágúst fyrir rúmar 37 þúsund krónur. Til Kölnar má líka finna ódýrari miða en á sama tíma í fyrra en staðan er önnur ef ferðinni er heitið til Edinborgar, Lyon og Varsjár eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan. Tölurnar byggja á verðkönnunum sem Túristi framkvæmir í byrjun hvers árs. 

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí. Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið en þó ekki handfarangursheimild WOW air. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna 17. janúar 2013, 16. janúar 2014 og 18. janúar 2015.

Edinborg: easyJet
Í júlí standa ódýrustu fargjöldin nánast í stað en hafa hækkað um nokkuð þúsund krónur í júlí og ágúst.

 201320142015
Jún25.403 kr.26.047 kr.30.261 kr.
Júl30.037 kr.29.270 kr.30.742 kr.
Ágú29.187 kr.22.523 kr.26.862 kr.

 

 

Gautaborg: Icelandair
Í fyrra stóðu fargjöldin til næst fjölmennstu borgar Svíþjóðar stóðu í stað en nú hafa þau lækkað um nærri þrjú þúsund krónur.

 201320142015
Jún40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.
Júl40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.
Ágú40.510 kr.40.190 kr.37.235 kr.

 

 

Köln: German Wings
Þýska lággjaldaflugfélagið er eitt eftir í Köln en áður hafa íslensk félög spreytt sig á þessari flugleið. Þeir sem ætla að heimsækja borgina í ágúst og bóka miða í dag borga minna en þeir sem voru í sömu sporum í fyrra og hittifyrra.

 2013
20142015
Jún42.651 kr.36.743 kr.34.090 kr.
Júl57.949 kr.47.577 kr.46.570 kr.
Ágú49.530 kr.44.437 kr.40.330 kr.

 

 

Lyon: WOW air
Það hefur orðið umstalsverð verðhækkun á lægstu fargjöldunum til Lyon í Frakklandi. Líkt og áður er WOW air eitt um flugleiðina og nú kostar að lágmarki 66 þúsund krónur að kaupa fara báðar leiðir í júlí og ágúst. Hækkun í ágúst nemur 12 þúsund krónum.

 201320142015
Jún53.057 kr.50.420 kr.63.852 kr.
Júl49.057 kr.58.420 kr.66.202 kr.
Ágú49.057 kr.54.420 kr.66.202 kr.

 

 

Varsjá: WOW air
Í dag er nokkru dýrara að bóka farmiða til höfuðborgar Póllands en það var í fyrra en þó ekki ef fara á út í lok ágúst.

 201320142015
Jún61.440 kr.64.792 kr.67.227 kr.
Júl61.440 kr.66.792 kr.72.667 kr.
Ágú57.440 kr.64.792 kr.60.227 kr.

 

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …