Sæti fyrir tíu þúsund farþega á dag

flugtak 860

Sumardagskrá flugfélaganna hefst í lok mars og lýkur sjö mánuðum síðar. Sextán flugfélög munu halda uppi áætlunarflugi frá Keflavík. Sumardagskrá flugfélaganna hefst í lok mars og lýkur sjö mánuðum síðar. Sextán flugfélög ætla halda uppi áætlunarflugi frá Keflavík á þessum tíma og nokkur flugfélög í viðbót munu fljúga á vegum innlendra og erlendra ferðaskrifstofa.
Ef aðeins er litið til áætlunarflugsins þá kemur í ljós að ef vélarnar verða fullskipaðar þá geta um rúmlega 2 milljónir farþega flogið frá Keflavík til útlanda frá næsta vori og fram á vetrarbyrjun. Á sama tíma í fyrra var framboðið um 1,7 milljónir sæta. Aukningin milli ára nemr nærri fimmtungi samkvæmt útreikningum Túrista sem byggja á gögnum frá Isavia og flugfélögunum.
Frá og með vorinu og fram á haust geta því að jafnaði um tíu þúsund farþegar á dag flogið frá Keflavík. Eins og gefur að skilja er framboð á sætum til Íslands jafn mikið.

Mismunandi umsvif

Það lætur nærri að Icelandair standi undir um sjötíu prósent af öllu millilandaflugi héðan yfir aðalferðamannatímabilið eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Verður pláss fyrir tæplega 1,4 milljónir farþega í vélum félagsins sem taka á loft frá Keflavík á meðan sumardagskráin er í gildi. WOW air er næst umsvifamest með um 290 þúsund flugsæti úr landi sem er um fimm sinnum færri sæti en Icelandair býður.
Þess ber að geta að tölur um framboð hvers flugfélags eru reiknaðar út frá hámarks farþegafjölda hverjar vélar.