Hætta við flug til Bologna og Palma

bologna

Ekkert verður úr áformum Primera Air að bjóða upp áætlunarflug til Ítalíu og Mallorca í sumar. Ekkert verður úr áformum Primera Air að bjóða upp áætlunarflug til Ítalíu og Mallorca í sumar. Fyrirtækið mun því fljúga til átta evrópskra áfangastaða í ár.
Það var útlit fyrir að flogið yrði héðan til þriggja ítalskra borga í sumar en síðustu ár hefur áætlunarflugið til Ítalíu einskorðast við ferðir Icelandair og WOW air til Mílanó. Síðarnefnda félagið og Vueling muni bæði hefja flug til og frá Róm í sumar og eins ætluðu forsvarsmenn Primera Air að bjóða upp á áætlunarferðir til Bologna líkt og Iceland Express gerði á sínum tíma. Eftirspurn eftir fluginu til Bologna var hins vegar ekki næg og það hefur því verið fellt niður samkvæmt Þórði Bjarnasyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Primera Air.
Það sama á við um áform um flug til Palma á Mallorca. Ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn og Vita munu hins vegar bjóða upp á vikulegar ferðir til spænsku eyjunnar í sumar. 

Átta áfangastaðir

Primera Air hefur hingað til nær eingöngu sinnt leiguflugi fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systurfélagið Heimsferðir. Í lok nóvember hóf flugfélagið hins vegar sölu á sætum til tíu áfangastaða í vetur og sumar. Þar á meðal þriggja á meginlandi Spánar auk Kanaríeyja, Salzburg, Krít og Bodrum í Tyrklandi. 
SJÁ HVAÐA FLUGFÉLÖG FLJÚGA HVERT Í SUMAR