Íslandsflug easyJet tífaldaðist

Icelandair, WOW air og easyJet stóðu undir meira en níu af hverjum tíu flugferðum frá Keflavík í síðasta mánuði. Breska félagið hefur stóraukið umsvif sín hér á landi.

 

 

Icelandair, WOW air og easyJet stóðu undir meira en níu af hverjum tíu flugferðum frá Keflavík í síðasta mánuði. Breska félagið hefur stóraukið umsvif sín hér á landi.

Í síðasta mánuði var boðið upp á helmingi fleiri áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli en í desember árið 2012 samkvæmt talningu Túrista. Umsvif flugfélaganna hafa aukist mismikið á þessum tíma og hlutdeild þeirra hefur því breyst. Icelandair stóð til að mynda fyrir ríflega 83 prósentum brottfara frá Keflavík í desember 2012 en aðeins 67 prósent í síðasta mánuði. Samt hefur ferðum félagsins fjölgað um fimmtung á þessu tímabili. WOW air hefur tvöfaldað framboð sitt en ferðir easyJet í síðasta mánuði voru tífalt fleiri en í þær voru í desember fyrir tveimur árum síðan. Þá voru þær tíu en voru 101 í nýliðnum mánuði.

Eins og sjá má á kökuritinu hér fyrir neðan voru WOW air og easyJet álíka umsvifamikil í millilandaflugi héðan í desemberl sl. en Icelandair er sem fyrr langstærsta fyrirtækið á þessu sviði. Vægi þess hefur þó minnkað milli desembermánaða eins og sjá má á línuritinu.