Rauðu dögunum fækkar um einn

Þeir sem vilja nota sem fæsta orlofsdaga fyrir ferðalög út í heim ættu að plana fríið í kringum þessar dagsetningar. 

Þeir sem vilja nota sem fæsta orlofsdaga fyrir ferðalög út í heim ættu að plana fríið í kringum þessar dagsetningar.

Rauðu dagarnir eiga flestir sinn fasta vikudag en þó eru nokkrir sem lenda af og til á helgi. Þegar það gerist þá fer hinn almenni launþegi á mis við auka frídag en síðustu tvö ár hafa hins vegar verið hagstæð og boðið upp á tólf virka rauða daga. Á næsta ári fækkar þeim hins vegar um einn þar sem annar í jólum verður á laugardegi í ár.

Fargjöldin ekki hærri

Í maí verða þrjár fjögurra vikna vinnuvikur og því líklegt að margir verði á faraldsfæti í þeim mánuði enda vinsælt að fara í borgarferðir á vorin. Baráttudagur verkalýðsins verður á föstudegi í ár og samkvæmt lauslegri könnun Túrista eru fargjöld fyrstu helgina í maí ekki ennþá orðin hærri en í kringum aðrar helgar í vor. Sama má segja um fargjöldin um páskana en þá bjóða líka ferðaskrifstofur upp á gott úrval af pakkaferðum.

Rauðir dagar árið 2015

Nýársdagur, 1. janúar – fimmtudagur

Skírdagur, 2. apríl – fimmtudagur

Föstudagurinn langi, 3. apríl – föstudagur

Annar í páskum, 6.apríl – mánudagur

Sumardagurinn fyrsti, 23. apríl – fimmtudagur

Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí – föstudagur

Uppstigningardagur, 14. maí – fimmtudagur

Annar í hvítasunnu, 25.maí – mánudagur

Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – miðvikudagur

Frídagur verslunarmanna, 3.ágúst – mánudagur

Jóladagur, 25.desember – föstudagur