Samfélagsmiðlar

Segir niðurstöðu héraðsdóms tryggja öryggi í fluggeiranum

flugtak 860

Frank Holton skipuleggur stundaskrá Keflavíkurflugvallar. Hann segir skynsemina hafa sigrað í deilunni um afgreiðslutímana þar á bæ. Frank Holton sér um að skipuleggja stundaskrá Keflavíkurflugvallar. Hann segir skynsemina hafa sigrað í deilunni um afgreiðslutímana þar á bæ. Málinu er þó ekki lokið því WOW air hefur áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms og Samkeppniseftirlitið birtir brátt nýjan úrskurð.
Fyrir nærri fimmtán mánuðum síðan úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að WOW air ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair á Keflavíkurflugvelli til að geta hafið flug til Bandaríkjanna. Bæði Icelandair og Isavia áfrýjuðu málinu og allt síðasta ár velktist það um í dómskerfinu og fór einnig fyrir EFTA dómstólinn í Lúxemburg. Fyrr í þessum mánuði vísaði héraðsdómur málinu frá. 

Líka sigur fyrir neytendur

Það er danska fyrirtækið Airport Coordination sér um uppröðun á flugtímum á íslenskum flugvöllum og segir Frank Holton, framkvæmdastjóri þess, að niðurstaða héraðsdóms staðfesti að rétt hafi verið staðið að úthlutuninni. „Þetta er að mínu mati stór sigur fyrir neytendur sem og flugrekstraraðila og tryggir öryggi í kringum flugþjónustuna. Ef fjárfesta á í dýrum flugvélum verða fyrirtækin að búa við skilyrði sem gilda til lengri tíma og það gagnast á endanum neytendum líka. Það verður einnig að hafa í huga að hefðarrétturinn er ekki bara réttur því hann leggur líka skyldur á herðar flugrekenda. Þeir verða nefnilega að nýta að a.m.k. áttatíu prósent flugtímanna ef þeir ætla að halda þeim.“
En samkvæmt reglum Evrópusambandsins og IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga, þá missa flugfélög aðeins afgreiðslutíma ef þeir eru ekki nýttir í að lágmarki átta af hverjum tíu tilvikum.

Hefði haft slæmar afleiðingar

Frank Holton telur að ef niðurstaða héraðsdóms hefði verið á hinn veginn þá hefðu afleiðingarnar geta orðið óyfirstíganlegar, ekki aðeins fyrir íslenska flugrekstraraðila, heldur einnig valdið dómínóáhrifum út í heimi. „Sem betur fer sigraði skynsemin að lokum. Sagan sýnir að bæði ný flugfélög og þau þekktari hafa náð að koma sér upp hentugum afgreiðslutímum án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar. Í stuttu máli sagt þá virkar kerfið eins og það er í dag, bæði fyrir eldri og nýja aðila.“ 

Málinu ekki lokið

Forsvarsmenn WOW air hafa gefið það út að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar og málið verður þá væntanlega tekið fyrir þar á næstu misserum. Samkeppniseftirlitið hefur einnig til haft til skoðunar samskonar mál en ekki er vitað hvenær niðurstaða í því liggur fyrir. Áfram verður því óvissa um rétt flugfélaga á ákveðnum flugtímum á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …