Utanlandsferðunum fjölgaði um tíund

Fjögur hundruð þúsund íslenskir farþegar sem innrituðu sig í flug á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Fjögur hundruð þúsund íslenskir farþegar innrituðu sig í flug á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Flestir fóru út í júní.
Það flugu rúmlega 35 þúsund fleiri Íslendingar frá Keflavík til útlanda í fyrra en árið 2013. Aukningin nemur um tíu prósentum samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Það er mun meiri bæting en árin tvö á undan þegar vöxturinn var 1,9 til 5 prósent. 

Sumarið tók fyrsta sæti á ný

Árið 2013 var október sá mánuður sem flestir Íslendingar nýttu til utanlandsferða. Það var í fyrsta skipti sem júní, júlí eða ágúst voru ekki aðalferðamánuðurinn. Í fyrra var júní hins vegar vinsælastur en október var í öðru sæti. Þetta voru einu mánuðirnir á síðasta ári sem fjöldi Íslendinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fór yfir fjörtíu þúsund.