Aðeins íslensku flug­fé­lögin rukka fyrir að leið­rétta innslátt­ar­villur

kef innritun

Ef þú slærð nafnið þitt rangt inn við bókun á flug­miða þá kostar að leið­rétta villuna en þó aðeins ef flogið er með Icelandair eða WOW air. Ef þú slærð nafnið þitt rangt inn við bókun á flug­miða þá kostar að leið­rétta villuna en þó aðeins ef flogið er með Icelandair eða WOW air. Umsvifa­mestu erlendu flug­fé­lögin hér á landi rukka ekki fyrir viðvikið.
Það er ekki víst að þér verði hleypt um borð ef nafnið á flug­mið­anum er ekki nákvæm­lega eins og á vega­bréfinu. Það er því vissara að vanda sig þegar miðinn er pant­aður og ganga úr skugga um að engar innslátt­ar­villur hafi slæðst með. Ef það hefur hins vegar gerst þá þarf að hafa samband við flug­fé­lagið og biðja um leið­rétt­ingu áður en ferða­lagið hefst.

Auka­gjald íslensku félag­anna

Starfs­menn Icelandair rukka þrjú þúsund krónur fyrir að laga villur í nafni farþega og hjá WOW air er gjaldið 2.998 krónur fyrir miða sem gildir báðar leiðir en helm­ingi minna ef aðeins er farið aðra leiðina.  

Beita almenni skyn­semi

Auk íslensku félag­anna tveggja eru easyJet, SAS og Norwegian umsvifa­mest í milli­landa­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli. En öfugt við heima­síður Icelandair og WOW air þá kemur ekki fram á síðum erlendu flug­fé­lag­anna hvað það kostar að gera lagfær­ingar á nöfnum farþega. Túristi hafði því samband við tals­menn flug­fé­lag­anna þriggja og í svari Andy Cockburn hjá easyJet segir að þegar raun­veru­legar innslátt­ar­villur eru í bókun þá beiti starfs­menn easyJet almennri skyn­semi og leið­rétti þær án auka­kostn­aðar. Svör upplýs­inga­full­trúa Norwegian og SAS eru á sama veg en Knut Morten Johansen hjá SAS áréttar að farþeg­arnir eru sjálfir ábyrgir fyrir því að skrifa réttar upplýs­ingar í bókun og þær verði að passa við það sem kemur fram í vega­bréfi viðkom­andi.