easyJet næststærsta flugfélagið í Keflavík

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet stóð fyrir fleiri ferðum til og frá landinu í janúar en WOW air. Icelandair er sem fyrr umsvifamest en vægi félagins minnkar milli janúarmánaða. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet stóð fyrir fleiri ferðum til og frá landinu í janúar en WOW air. Icelandair er sem fyrr umsvifamest en vægi félagins minnkar milli janúarmánaða.

Í janúar síðastliðnum fjölgaði áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli um 17 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Munar þar mestu um að easyJet flaug hingað meira en tvisvar sinnum oftar en í janúar á síðasta ári. Ferðum á vegum Icelandair fjölgaði um nærri fimmtíu á sama tíma en vélar WOW air ekki eins oft á ferðinni.
easyJet var því næststærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði en allt frá því að Iceland Express hóf starfsemi, árið 2003, hafa WOW air eða Iceland Express verið næst umsvifamest á Keflavíkurflugvelli.
Sem fyrr er Icelandair það flugfélag sem stendur undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu en hlutdeild félagins minnkaði milli janúarmánaða eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. 

Vægi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í janúar 2015 í brottförum talið

 
  Flugfélag Hlutdeild janúar 2015 Hlutdeild 2014
1. Icelandair 67,0% 72,1%
2. easyJet 13,3% 6,8%
3.  WOW air 12,2% 17,5%
4. SAS 1,9% 2,1%
5. Norwegian 1,6% 1,5%