Ferðunum fjölgar og áfangastöðunum líka

london verslun

Í janúar var hægt að fljúga frá Keflavíkurflugvelli í 33 borga en á sama tíma í fyrra voru áfangastaðirnir 24 talsins. Í janúar var hægt að fljúga frá Keflavíkurflugvelli í 33 borga en á sama tíma í fyrra voru áfangastaðirnir 24 talsins. 
Framboð á flugi héðan eykst hratt á milli ára og líka utan aðalferðamannatímabilsinsÍ síðasta mánuði var til að mynda flogið beint frá Keflavík til 33 borga sem er aukning um níu staði frá janúar í fyrra. Aukningin nemur 37,5 prósentum en hafa skal í huga að til sumra borga eru aðeins farnar örfáar ferðir.
Sem fyrr er það London sem er sá áfangastaður sem oftast er flogið til og Kaupmannhöfn er í öðru sæti og Osló í því þriðja. 

Vægi þeirra borga sem oftast var flogið til í janúar 2015:

  1. London: 21,5%
  2. Kaupmannahöfn: 10,3%
  3. Osló: 8%
  4. París: 5,4%
  5. New York: 4,7%
  6. Stokkhólmur: 4,1%
  7. Boston: 4%
  8. Amsterdam: 3,9%
  9. Manchester: 3,5%
  10. Seattle: 3,4%