Samfélagsmiðlar

Leiðir til að halda bílaleigureikningnum niðri

Það kostar þúsundir króna á dag að hafa bíl til umráða í sumarfríinu á meginlandi Evrópu. Verðið er þó afar mismundandi eftir löndum og mánuðum. Þeir hagsýnu geta hins vegar gert ýmislegt til að lækka kostnaðinn.

vegur 860

Þú borgar nærri þrefalt meira fyrir að leigja bíl við komuna til Óslóar en í Kaupmannahöfn. Og sá sem ætlar að fara um austurhluta Frakklands borgar helmingi minna fyrir bílinn í Lyon en Genf eða Basel. Á Spáni og Ítalíu skiptir hins vegar máli hvenær sumarsins bílinn er notaður. Seinni hlutann í júní rukka leigurnar við flugvöllinn í Alicante tæpar tvö þúsund krónur á dag fyrir bíla í minni kantinum en mánuði síðar er verðið tvöfalt hærra. Svipaða sögu er að segja um leigurnar í Barcelona, Mílanó og Róm. Norðar í álfunni er minni munur á milli mánaða samkvæmt nýlegri verðkönnun Túrista.

Bílar á flugmiðaverði

Þeir sem ætla að keyra um í fríinu geta sparað sér töluverðar upphæðir með því að skipuleggja fríið með þessar verðsveiflur á bílaleigunum í huga. Tveggja vikna leiga á Volkswagen Golf kostar til dæmis um fjörtíu þúsund krónur síðari hluta júnímánaðar en um sextíu þúsund í júlí. Það er álíka mikið og ódýrasti flugmiðinn til borgarinnar kostar í dag. Þeir sem ætla að nýta sér áætlunarflug til Rómar og ferðast um Ítalíu á eigin vegum komast mun ódýrara frá leigunni með því að vera á ferðinni í ágúst en í júlí.

Stólar og tryggingar

Það eru þó ekki aðeins val á tímasetningum sem skiptir máli. Ef börn eru með í för þá borgar sig í flestum tilfellum að taka bílstólinn með sér að heiman í stað þess að leigja einn úti. Sum flugfélög rukka fyrir að ferja bílstólana en gjaldið er oftast lægra en leiga á stól í viku eða meira.
Bílaleigufyrirtækin taka líka ríflegt gjald fyrir að færa sjálfsábyrgðina niður í núllið og reikningurinn hjá þeim áhættufælnu verður því miklu hærri fyrir vikið. Þeir sem vilja kaupa þessa aukatryggingu geta komist ódýrara frá henni með því að taka hana hjá sérstökum tryggingarfélögum eða bókunarsíðum fyrir bílaleigubíla. Þessar sömu bókunarsíður eru líka þarfþing til að bera saman leiguverð á hverjum stað fyrir sig. Það getur nefnilega munað mjög miklu á því verði sem þessar síður finna og þeim kjörum sem bílaleigurnar bjóða beint.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …