Nýjung hjá Ryanair sem kostar farþegana ekki krónu

ryanair velar

Farþegar stærsta lágfargjaldaflugfélags í heimi eru ekki vanir því að fá eitthvað í kaupbæti. Á því verður kannski breyting á næstunni Farþegar stærsta lágfargjaldaflugfélags í heimi eru ekki vanir því að fá eitthvað í kaupbæti. Á því verður kannski breyting á næstunni ef tilraunir á nýrri þjónustu gefa góða raun.
Um borð í vélum lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair er ekki alltaf hægt að halla stólbökum, koddar og teppi eru ekki í boði og í hátalakerfinu er spilaðar auglýsingar á tollfrjálsum varningi. Það er því ekki dekrað við farþegana.
Undanfarin misseri hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar verið að mýkjast og til að mynda lækkað aukagjöld og hætt að takmarka handfarangurinn við einn hlut. Sú stefnubreyting hefur gefið það góða raun að félagið setti farþegamet í sumar. 

Verða sjálfir að koma með tækin

Næsti liður í sjarmaherferð félagsins er að bjóða upp á ókeypis bíómyndir um borð en farþegarnir verða þó sjálfir að taka með tæki í flugið sem geta tengst afþreyingakerfi flugvélanna. Samkvæmt frétt Telegraph verður þessi nýja þjónustu fjármögnuð með auglýsingum og þurfa þeir sem vilja nýta sér hana að horfa á auglýsingar með jöfnu millibili. Til að byrja með verður bíókerfið aðeins í þeim vélum Ryanair sem fljúga til og frá Dublin en ef viðtökurnar verða góðar þá verður kerfið sett í öllum flugflota Ryanair á næsta ári.

Ekki frítt netsamband

Norwegian, þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, hefur um árabil boðið upp á frítt net um borð. Forsvarsmenn Ryanair segjast þó ekki ætla að fara sömu leið og benda á að þess háttar búnaður hækki eldsneytiskostnaðinn um tvö af hundraði.