Nýtt útlit hjá easyJet

easyJet nytt

Flugfloti breska lágfargjaldaflugfélagsins verður málaður upp á nýtt þar sem gera á meira úr appelsínugula litnum á vélunum. Flugfloti breska lágfargjaldaflugfélagsins verður málaður upp á nýtt þar sem gera á meira úr appelsínugula litnum á vélunum.
Hvítar flugvélar með appelsínugulu stéli eru orðnar áberandi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda hefur Íslandsflug breska félagsins easyJet aukist hratt síðustu misseri. Í síðasta mánuði var easyJet til að mynda næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og bauð upp á ríflega hundrað áætlunarferðir héðan.

Appelsínugulari í framtíðinni

Síðustu tvo áratugi hafa forsvarsmenn easyJet gert litlar breytingar á útliti flogflota félagsins og látið nægja að lita stélin og vængina með hinum appelsínugula einkennislit félagsins. Nú á hins vegar að fjölga appelsínugulu flötunum og heiti flugfélagsins verður í framhaldinu skrifað með hvítu letri. Einnig verður hætt að skrifa nafnið sem lén og endingin „.com“ felld út. Áður en lénið var sett á skrokk vélanna árið 1998 var þar að finna símanúmer í þjónustuveri félagsins.
Í tilkynningu frá easyJet segir að félagið hafi í dag yfir að ráða 226 flugvélum og gert er ráð fyrir að helmingur þeirra verði kominn í nýjan ham fyrir lok árs 2017.