Samfélagsmiðlar

Fyrir þá sem vilja ekki sjá páskahret

tenerife

Veturinn hefur verið nokkuð kaldur og vafalítið ófáir sem gætu hugsað sér páskafrí án snjókomu. Veturinn hefur verið nokkuð kaldur og vafalítið ófáir sem gætu hugsað sér páskafrí án snjókomu. Hér má sjá hvaða kostir eru í stöðunni fyrir þennan hóp fólks.
Það fóru nærri helmingi fleiri Íslendingar til útlanda í apríl í fyrra en í mars. Þá voru páskarnir um miðjan apríl en hefðu þeir verið í mars þá hefðu fleiri Íslendingar verið á ferðinni í þeim mánuði. Talningar Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli síðustu ár sýna nefnilega að Íslendinga eru á faraldsfæti í páskamánuðinum. Þannig verður það örugglega líka í ár og nú þegar eru til að mynda sérferðir til Kína og Balí um páskana uppseldar og sömu sögu er að segja um ferðir til New York, Sankti Pétursborgar og Vínar.
Fleiri ferðir til Boston
Skírdagur er annan apríl í ár og sumaráætlun flugfélaganna hefst fjórum dögum áður. Úrvalið af beinu flugi eykst því nokkuð stuttu fyrir páska þó það nái ekki hámarki fyrr en í sumarbyrjun. Þeir sem vilja á eigin vegum út í byrjun apríl hafa engu að síður úr töluverðu að moða en sem fyrr er framboðið mest á flugi til London, Kaupmannahafnar og Oslóar. Ferðir til Boston verða einnig ennþá tíðari á þessum tíma því áætlunarflug WOW air til Boston hefst í lok næsta mánaðar. Í ár verður einnig í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til svissnesku borganna Basel og Genf yfir páska og Birmingham og Belfast á Bretlandseyjum. Icelandair flýgur til Birmingham en easyJet til hinna borganna.
Sérstakar Spánarferðir
Ef stefnan er sett suður á bóginn þá er hægt að komast í páskarferðir á meginland Spánar með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins. Heimsferðir fara til Barcelona, Úrval-Útsýn til Valencia og Vita til Alicante. Sem fyrr er einnig töluvert úrval af ferðum til Kanaríeyja og sérstaklega til Tenerife því vikulega munu þrjár vélar fljúga þangað frá Keflavík frá og með vorinu. Það verður því pláss fyrir hátt í sex hundruð farþega í hverri viku í þotunum sem taka stefnuna á Tenerife. Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling verður einnig með sérstaka aukaferð hingað til lands frá Barcelona dagana 2. til 5. apríl og kostar ódýrasti miðinn í dag tæpar 34 þúsund krónur en borga þarf aukalega fyrir farangur.
Úrval af golfferðum
Af heimasíðum stærstu ferðaskristofanna að dæma þá eru kylfingar orðnir óþreyjufullir að komast á grænt gras þegar komið er fram á vorið. Það er því töluvert framboð af golfferðum um páskana fyrir þá sem vilja nýta frídagana til að æfa sig fyrir sumarið.
En þó páskafríið sé langt má ekki gleyma að í apríl og maí eru fjórir rauðir dagar sem nýta má til að skreppa í stutta ferð til útlanda og þeir sem ekkert hafa bókað í dag eru líklegri til að finna ódýrari ferðir þá en um páskana.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …