Samfélagsmiðlar

Svona forðast þú svindlara í utanlandsferðinni

vasathjofar

Því miður gera margir óheiðarlegir einstaklingar út á ferðamenn. Hér er listi fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Því miður gera margir óheiðarlegir einstaklingar út á ferðamenn. Hér er listi fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. 
Þeir sem ganga um með landakort og jafnvel tösku um mittið eru skotmark þeirra sem sérhæfa sig í að ræna ferðamenn. Það segir alla vega Paul John sem hefur gefið út bókina Around the World in 80 Scams, An Essential Travel GuideHöfundurinn deildi nýverið með lesendum Daily Mail tíu ráðum um hvernig best er að komast hjá því að vera rændur í utanlandsferðinni. Aldrei er of varlega farið og því gott að renna fyrir lista Paul John hér fyrir neðan.

Svona forðast þú svindlara í utanlandsferðinni

  1. Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það líklega raunin
  2. Afþakkaðu mat og drykk frá fólki sem þú varst að kynnast
  3. Kannaðu áður en þú ferðast til ákveðins lands hvers konar svindl er algengt á viðkomandi stað
  4. Vertu að varbergi gagnvart leigubílstjórum. Flestir eru heiðarlegir en margir svindla á farþegunum
  5. Lærðu á gjaldeyri áfangastaðarins. Þekktu hvers virði upphæðirnar eru í þínum eigin gjaldeyri og hvernig seðlarnir og smápeningarnar líta út.
  6. Vertu alltaf með augun á eigin verðmætum
  7. Ekki halda að allir lögreglumenn og tollverðir séu heiðarlegir, sérstaklega ekki í fátækum löndum
  8. Taktu með þér auka kreditkort til öryggis ef þú tapar hinu
  9. Reynda að komast hjá því að koma til nýs áfangastaðar í myrkri
  10. Ekki kaupa dýra hluta í ókunnugu landi nema þú sért alveg handviss um hvað þú ert að borga fyrir

Það er líka gott að hafa í huga að sums staðar í Evrópu eru vasaþjófar einnig plága sem yfirvöld ráða ekkert við. Til að mynda tilkynna ófáir Íslendingar um þjófnað á Spáni á ári hverju og í Berlín eru vasaþjófar vaxandi vandamál. Það er því oft vissara að vera að varðbergi á ferðalaginu og reyna að líta ekki út sem ferðalangur.

SJÁ EINNIG: Hér skaltu vara þig á þjófum

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …