Svona forðast þú svindlara í utanlandsferðinni

vasathjofar

Því miður gera margir óheiðarlegir einstaklingar út á ferðamenn. Hér er listi fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Því miður gera margir óheiðarlegir einstaklingar út á ferðamenn. Hér er listi fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. 
Þeir sem ganga um með landakort og jafnvel tösku um mittið eru skotmark þeirra sem sérhæfa sig í að ræna ferðamenn. Það segir alla vega Paul John sem hefur gefið út bókina Around the World in 80 Scams, An Essential Travel GuideHöfundurinn deildi nýverið með lesendum Daily Mail tíu ráðum um hvernig best er að komast hjá því að vera rændur í utanlandsferðinni. Aldrei er of varlega farið og því gott að renna fyrir lista Paul John hér fyrir neðan.

Svona forðast þú svindlara í utanlandsferðinni

  1. Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það líklega raunin
  2. Afþakkaðu mat og drykk frá fólki sem þú varst að kynnast
  3. Kannaðu áður en þú ferðast til ákveðins lands hvers konar svindl er algengt á viðkomandi stað
  4. Vertu að varbergi gagnvart leigubílstjórum. Flestir eru heiðarlegir en margir svindla á farþegunum
  5. Lærðu á gjaldeyri áfangastaðarins. Þekktu hvers virði upphæðirnar eru í þínum eigin gjaldeyri og hvernig seðlarnir og smápeningarnar líta út.
  6. Vertu alltaf með augun á eigin verðmætum
  7. Ekki halda að allir lögreglumenn og tollverðir séu heiðarlegir, sérstaklega ekki í fátækum löndum
  8. Taktu með þér auka kreditkort til öryggis ef þú tapar hinu
  9. Reynda að komast hjá því að koma til nýs áfangastaðar í myrkri
  10. Ekki kaupa dýra hluta í ókunnugu landi nema þú sért alveg handviss um hvað þú ert að borga fyrir

Það er líka gott að hafa í huga að sums staðar í Evrópu eru vasaþjófar einnig plága sem yfirvöld ráða ekkert við. Til að mynda tilkynna ófáir Íslendingar um þjófnað á Spáni á ári hverju og í Berlín eru vasaþjófar vaxandi vandamál. Það er því oft vissara að vera að varðbergi á ferðalaginu og reyna að líta ekki út sem ferðalangur.

SJÁ EINNIG: Hér skaltu vara þig á þjófum