Þrefalt fleiri Svisslendingar og helmingi færri Rússar

reykjavik vetur

Það eru miklar sveiflur í fjölda ferðamanna hér á landi eftir þjóðernum. Gengi gjaldmiðla og flugsamgöngur hafa líklega sitt að segja. Það eru sveiflur í fjölda ferðamanna hér á landi eftir þjóðernum. Gengi gjaldmiðla og flugsamgöngur hafa líklega sitt að segja.
Um 63 þúsund erlendir ferðamenn vour hér á landi í síðasta mánuði og fjölgaði þeim um meira en þriðjung í samanburði við janúar í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Janúar er almennt sá mánuður sem fæstir túristar eru hér á landi en til marks um þær breytingar sem hafa orðið þá voru álíka margir ferðamenn hér í janúar sl. og voru í júní árið 2011.

Flug til Basel og Genf hefur áhrif

Sem fyrr eru Bretar langfjölmennastir hér á landi og voru þeir um þriðjungur allra þeirra útlendinga sem innrituðu sig í flug í Leifsstöð í síðasta mánuði. Hlutfallslega fjölgaði svissneskum ferðamönnum hinsvegar langmest. Síðustu ár hafa rúmlega þrjú hundruð Svisslendingar sótt landið heim í janúar en í síðasta mánuði voru þeir ríflega ellefu hundruð talsins. Skýringin á þessari miklu breytingu er líklegast sú að nú er í fyrsta skipti boðið upp á áætlunarflug hingað frá Sviss yfir vetrarmánuðina. Heimamenn í Basel og Genf virðast taka því fagnandi og ekki dregur það úr ferðagleði heimamanna að svissneski frankinn hefur styrkst um fimmtung í ár. Verðlag í útlöndum er því ennþá hagstæðara en áður fyrir þá sem vinna í Sviss.

Aðeins olíuríkin draga úr Íslandsferðum

Verðlag í útlöndum er hins vegar orðið mun óhagstæðara fyrir á sem fá greidd laun í rússnesku rúblum. Fækkaði Rússum hér á landi um nærri helming milli janúarmánuða og einnig varð samdráttur í komum Norðmanna en verðlækkanir á olíu hafa einnig fellt gengi norsku krónunnar. Ferðamönnum frá öðrum þjóðum fjölgaði hins vegar á milli janúarmánaða samkvæmt talningu Ferðamálastofu.