Við sækjum í auknum mæli í Vín

vin2

Nærri fjögur þúsund Íslendingar lögðu leið sínar til höfuðborgar Austurríkis í fyrra. Aukningin milli ára nam meira en þriðjungi. Nærri fjögur þúsund Íslendingar lögðu leið sínar til höfuðborgar Austurríkis í fyrra. Aukningin milli ára nam meira en þriðjungi.
Það fer lítið fyrir áætlunarflugi tveggja austurískra flugfélaga til Íslands enda auglýsir hvorugt þeirra starfsemi sína hér á landi. Í byrjun júní taka flugfélögin Austrian og flyNiki upp þráðinn að nýju og munu samtals fljúga fimm ferðir í viku hingað frá Vín yfir aðalferðamannatímabilið. Í öllum tilvikum er um að ræða næturflug því vélarnar taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti og lenda árla dags í Austurríki.
Auk þessa áætlunarflugs þá bjóða íslenskar ferðaskrifstofur af og til upp á borgarferðir til Vínar.

Hátt í tíu þúsund íslenskar gistinætur

Þrátt fyrir að framboð á ferðum héðan til Vínar hafi haldist í föstum skorðum síðustu ár þá heimsóttu um þúsund fleiri íslenskir túristar borgina í fyrra. Voru þeir samtals 3917 allt síðasta ár og hlutfallslega nam aukningin í komum Íslendinga 35 prósentum samkvæmt tölum frá ferðamálaráði Vínar. Bókuðu Íslendingarnir nærri tíu þúsund gistinætur í borginni.