Samfélagsmiðlar

Vilja meiri upplýsingar um flugfarþega

kaupmannahof farthegar

Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Hryðjuverkin í París í byrjun árs urðu til þess að rykið var dustað af hugmyndum um sameiginlegan evrópskan gagnagrunn um ferðalög fólks.
Hvar sastu í flugvélinni, hversu mikinn farangur tókstu og hvernig borgaðirðu fyrir flugmiðann? Svörin við þessum spurningum og fleiri verða að finna í gagnagrunni sem hluti þingmanna á Evrópuþinginu vill að aðildarríki ESB komi sér upp sem fyrst. Málið fór á flug eftir hryðjuverkin í París í janúar en áður var ekki verið mikill stuðningur við hugmyndir um safna saman upplýsingum um alla þá farþega sem eiga leið um evrópska flugvelli.

Geyma gögnin í fimm ár

Verði gagnagrunnurinn að veruleika þá geta yfirvöld í aðildarríkjum ESB leitað þangað eftir margvíslegum upplýsingum. Þar verða til að mynda heimilisföng farþega, greiðslukortaupplýsingar og listar yfir allar flugferðir. Einnig verður haldið upp á gögn um farangur fólks, séróskir hvað varðar flugvélamat og hvar viðkomandi hefur setið í hverri flugferð. Það verður því hægt að fá mjög skýra mynd af ferðalögum allra þeirra sem ferðast með flugi innan Evrópu og til og frá álfunni en gagnrýnendur frumvarpsins hafa bent á að ekkert af þessum upplýsingum hefðu komið í veg fyrir þau hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu sl. áratug.
Gert er ráð fyrir að upplýsingarnar í gagnagrunninum verði geymdar í allt að fimm ár samkvæmt þeim drögum sem nú eru uppi.

Bandaríkjamenn slaka á

Mörg evrópsk ríki safna saman sambærilegum upplýsingum nú þegar og deila þeim jafnvel með nágrannaþjóðum sínum og líka bandarískum yfirvöldum. Með sameiginlegum ESB grunni á hins vegar að verða einfaldara að bera saman gögn mismunandi landa. Það virðist hins vegar ekki vera tilgangurinn með þessu að flýta fyrir afgreiðslunni í vopnaleitinni líkt og gert hefur verið vestanhafs. Í Bandaríkjunum geta farþegar nefnilega komist á lista yfir örugga farþega með því að gefa aðgang að upplýsingum um ferðalög sín. Sá hópur farþega þarf ekki að fara í gegnum eins ítarlega vopnaleit á flugvöllum vestanhafs en þessi leið er ekki til skoðunar á Evrópuþinginu. Þá staðreynd hafa margir gagnrýnt enda hefur umfang öryggisgæslu á evrópskum flugvöllum aukist gífurlega frá aldarmótum. Í umfjöllun Politiken er bent á að hægt væri að minnka biðtíma í öryggisleit með því að nota bandarísku aðferðina og einnig ef evrópskir flugvallastjórar færu eftir reglunum í stað þess að ýkja þær. Til að mynda kveða evrópskar reglur aðeins á um að skór farþega skuli skannaðir ef öryggishliðin pípa en samt er bróðurpartur farþega látinn fara úr skóm. Einnig þykir tímabært að endurskoða reglur um vökvabann því eins og einn viðmælandi Politiken segir þá geta allir sprengjusérfræðingar útbúið hættulegan vökva sem kemst í ílát sem eru minna en 100 ml.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …