Samfélagsmiðlar

Vilja meiri upplýsingar um flugfarþega

kaupmannahof farthegar

Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Hryðjuverkin í París í byrjun árs urðu til þess að rykið var dustað af hugmyndum um sameiginlegan evrópskan gagnagrunn um ferðalög fólks.
Hvar sastu í flugvélinni, hversu mikinn farangur tókstu og hvernig borgaðirðu fyrir flugmiðann? Svörin við þessum spurningum og fleiri verða að finna í gagnagrunni sem hluti þingmanna á Evrópuþinginu vill að aðildarríki ESB komi sér upp sem fyrst. Málið fór á flug eftir hryðjuverkin í París í janúar en áður var ekki verið mikill stuðningur við hugmyndir um safna saman upplýsingum um alla þá farþega sem eiga leið um evrópska flugvelli.

Geyma gögnin í fimm ár

Verði gagnagrunnurinn að veruleika þá geta yfirvöld í aðildarríkjum ESB leitað þangað eftir margvíslegum upplýsingum. Þar verða til að mynda heimilisföng farþega, greiðslukortaupplýsingar og listar yfir allar flugferðir. Einnig verður haldið upp á gögn um farangur fólks, séróskir hvað varðar flugvélamat og hvar viðkomandi hefur setið í hverri flugferð. Það verður því hægt að fá mjög skýra mynd af ferðalögum allra þeirra sem ferðast með flugi innan Evrópu og til og frá álfunni en gagnrýnendur frumvarpsins hafa bent á að ekkert af þessum upplýsingum hefðu komið í veg fyrir þau hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu sl. áratug.
Gert er ráð fyrir að upplýsingarnar í gagnagrunninum verði geymdar í allt að fimm ár samkvæmt þeim drögum sem nú eru uppi.

Bandaríkjamenn slaka á

Mörg evrópsk ríki safna saman sambærilegum upplýsingum nú þegar og deila þeim jafnvel með nágrannaþjóðum sínum og líka bandarískum yfirvöldum. Með sameiginlegum ESB grunni á hins vegar að verða einfaldara að bera saman gögn mismunandi landa. Það virðist hins vegar ekki vera tilgangurinn með þessu að flýta fyrir afgreiðslunni í vopnaleitinni líkt og gert hefur verið vestanhafs. Í Bandaríkjunum geta farþegar nefnilega komist á lista yfir örugga farþega með því að gefa aðgang að upplýsingum um ferðalög sín. Sá hópur farþega þarf ekki að fara í gegnum eins ítarlega vopnaleit á flugvöllum vestanhafs en þessi leið er ekki til skoðunar á Evrópuþinginu. Þá staðreynd hafa margir gagnrýnt enda hefur umfang öryggisgæslu á evrópskum flugvöllum aukist gífurlega frá aldarmótum. Í umfjöllun Politiken er bent á að hægt væri að minnka biðtíma í öryggisleit með því að nota bandarísku aðferðina og einnig ef evrópskir flugvallastjórar færu eftir reglunum í stað þess að ýkja þær. Til að mynda kveða evrópskar reglur aðeins á um að skór farþega skuli skannaðir ef öryggishliðin pípa en samt er bróðurpartur farþega látinn fara úr skóm. Einnig þykir tímabært að endurskoða reglur um vökvabann því eins og einn viðmælandi Politiken segir þá geta allir sprengjusérfræðingar útbúið hættulegan vökva sem kemst í ílát sem eru minna en 100 ml.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …