20 stærstu flugvellirnir í Evrópu

terminal2 heathrow

Engin evrópsk flughöfn kemst með tærnar þar sem Heathrow hefur hælanna, alla vega ekki þegar kemur að fjölda farþega. Engin evrópsk flughöfn kemst með tærnar þar sem Heathrow hefur hælanna, alla vega ekki þegar kemur að fjölda farþega. Tveir breskir flugvellir eru dottnir út af listi þeirra tuttugu stærstu og í staðinn hafa Tyrkir styrkt stöðu sína.
Í fyrra fóru ríflega 73 milljónir farþega um Heathrow flugvöllinn í London og er hann sá stærsti í Evrópu enn eitt árið. Ekki er útlit fyrir að nokkur flughöfn velti Heathrow úr sessi því farþegar þar voru um tíu milljónum fleiri en í Charles de Gaulle í París sem er næst stærsta flughöfn álfunnar. Í þriðja sæti er flugvöllurinn í Frankfurt í Þýskalandi en Icelandair flýgur að lágmarki daglega til þessara þriggja stærstu flugvalla Evrópu.

Tyrkir sækja í sig veðrið

Árið 2008 var aðal flugvöllurinn í höfuðborg Tyrklands sá eini þar í landi sem komst á lista yfir tuttugu fjölförnustu flugstöðvar Evrópu. Flugvöllurinn í Istanbúl var þá í tíunda sæti en endaði í því fjórða í fyrra. Tveir aðrir tyrkneskir flugvellir eru einnig komnir á topp tuttugu lista Airport Council International yfir stærstu flugvelli Evrópu. Á sama tíma og umferðin um tyrkneska flugvelli hefur aukist umtalsvert þá hafa vellirnir í Dublin, Manchester og við Stansted í London misst flugið. Alla vega hafa þeir ekki haldið í þá stærstu og hafa því allir þrír dottið út af lista þeirra stærstu síðustu ár.
Flugvellirnir í Kaupmannahöfn og Ósló eru einu fulltrúar Norðurlanda á lista ACI og voru farþegar þar um 25 milljónir í fyrra. Til samanburðar fóru tæplega 3,9 milljónir farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári.

Stærstu flughafnir Evrópu í farþegum talið:

 
  Flugvöllur Land Farþegafjöldi 2014
1. Heathrow í London Bretland 73,4 milljónir
2. Charles De Gaulle í París Frakkland 63,6 milljónir
3. Frankfurt  Þýskaland 59,6 milljónir
4. Ataturk í Istanbúl Tyrkland 56,8 milljónir
5. Schiphol í Amsterdam Holland 55 milljónir
6. Barajas í Madríd Spánn 41,8 milljónir
7. Munchen Þýskaland 39,7 milljónir
8. Fiumicino í Róm Ítalía 38,5 milljónir
9. Gatwick í London Bretland 38,1 milljónir
10. El Prat í Barcelona Spánn 37,5 milljónir
11. Domodedovo í Moskvu Rússland 33 milljónir
12. Sheremetyevo í Moskvu Rússland 31,6 milljónir
13. Orly í París Frakkland 28,9 milljónir
14. Antalya Tyrkland 28,4 milljónir
15. Kaupmannahöfn Danmörk 25,6 milljónir
16. Zurich  Sviss 25,4 milljónir
17. Ósló Noregur 24,1 milljónir
18. Sabiha Gökçen í Istanbúl Tyrkland 23,6 milljónir
19. Palma de Mallorca Spánn 23,1 milljónir
20. Vínarborg Austurríki 22,5 milljónir