Samfélagsmiðlar

Aðeins Danir geta tryggt sig fyrir gjaldþroti flugfélags

flugfarthegi

Icelandair og WOW air verða að bjóða upp á gjaldþrotatryggingu í Danmörku Danskir farþegar gjaldþrota flugfélaga munu njóta mun meiri réttinda en farþegar annarra þjóða. Icelandair og WOW air munu þurfa að bjóða upp á sérstaka gjaldþrotatryggingu en aðeins farþegar í Danmörku geta keypt hana.
Flugfarþegi sem er staddur í útlöndum þegar flugfélagið, sem á að flytja hann heim, fer í þrot verður að koma sér tilbaka á eigin reikning. Þeir sem eiga ónotaða miða með gjaldþrota flugfélagi fá miðana ekki endurgreidda nema kreditkortafyrirtæki viðkomandi geti afturkallað farmiðakaupin. Annars er eina leiðin til að fá tjónið bætt að gera kröfu í þrotabú viðkomandi fyrirtækis. Ferðatryggingar taka ekki til svona skaða.

Gjaldþrot Sterling markaði upphafið

Haustið 2008 stöðvaðist starfsemi danska flugfélagsins Sterling, sem var í eigu íslenskra aðila, og urðu þúsundir farþega strandaglópar í útlöndum. Í kjölfarið fór af stað umræða í Danmörku um hvernig bæta mætti stöðu flugfarþega og veita þeim sambærileg réttindi og viðskiptavinum ferðaskrifstofa. Skyldutrygging ferðaskipuleggjanda tryggir nefnilega farþegum í pakkaferð heimferð og skaðabætur ef gjaldþrot riðlar ferðaplönum. Árið 2010 var flugfarþegum í Danmörku í fyrsta skipti boðið upp á sérstaka gjaldþrotatryggingu en forsvarsmenn danskra flugfélaga hafa verið ósáttir við fyrirkomulagið þar sem erlendu flugfélögin þar í landi hafa ekki þurft að selja trygginguna. Á því verður breyting í vor því þá verða öll flugfélög, sem fljúga árlega með að lágmarki 25 þúsund farþega frá Danmörku, skyldug til að bjóða dönskum farþegum gjaldþrotatryggingu og er iðgjaldið X kr.

Sjá ekki ástæðu til fara nýju dönsku leiðina

Bæði Icelandair og WOW air bjóða upp á áætlunarflug frá Kaupmannahöfn og Billund og þurfa þar af leiðandi að hafa nýju gjaldþrotatrygginguna á boðstólum á dönskum heimasíðum sínum frá og með vorinu. Aðspurður segist Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki sjá sérstaka ástæðu til að taka upp þetta danska fyrirkomulag hér á landi en félagið muni að sjálfsögðu fylgja þeim reglum sem gilda í viðskiptalöndum þess. Svanhvít Friðriksdóttir hjá WOW air tekur í sama streng en segir að þessi mál hafi ekki verið skoðuð sérstaklega. Hún leggur hins vegar áherslu á að félagið fær ekki greitt frá færsluhirðum fyrr en flug hefur verið flogið. „Þar með eru farþegar WOW air, sem greiða með greiðslukorti, með ákveðna tryggingu.“

Rætt innan ESB

Ennþá hefur ekkert annað Evrópuríki fylgt fordæmi Dana en slæm réttarstaða gjaldþrota flugfélaga hefur hins vegar verið til umræðu innan Evrópusambandsins. Samkvæmt spá Evrópuráðsins má búast við að 0,07 prósent flugfarþega í álfunni muni verða fyrir skakkaföllum vegna gjaldþrota flugfélaga á tímabilinu 2011 til 2020. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa hins vegar lagst gegn sérstakri gjaldþrotatryggingu og hafa þess í stað gert með sér samkomulag um að bjóða strandaglópum flugmiða á sérkjörum ef eitt af aðildarfélögunum fer í þrot. Þetta á þó aðeins við um flugfélög innan IATA sem eru með rekstur innan ESB svæðisins.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …