Nú verður dýrara að leggja við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

fle 860

Gjaldskráin fyrir bílastæðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið óbreytt í fjögur ár en þann 1. apríl hækka gjöldin. Gjaldskráin fyrir bílastæðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið óbreytt í fjögur ár en þann 1. apríl hækka gjöldin. Í sumum tilvikum um tugi prósenta.
Í dag kostar 150 krónur að leggja bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjaldið á skammtímastæðinu hækkar hins vegar í byrjun næsta mánaðar upp í 230 krónur. Fyrsta korterið verður þó áfram frítt. Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Isavia þá er nýja verðið það sama og á gjaldsvæði P1 hjá Reykjavíkurborg og munu bílastæðagjöld á Keflavíkurflugvelli eftirleiðis fylgja breytingum á því svæði.

Sólarhringurinn nærri fimmtungi dýrari

Eftir verðbreytingarnar 1. apríl hækkar sólarhringsgjaldið á langtímastæðinu úr 800 krónum í 950 kr. Bíleigandi sem leggur þar í eina viku greiðir þá 6.650 krónur í stað 5.600 króna. Gjaldskráin fyrir lengri tíma helst óbreytt og áfram er greitt 600 kr. á sólarhring í annarri viku og 400 kr. eftir tvær vikur.

Mun ódýrari en við stóru norrænu flugvellina

Líkt og Túristi greindi frá þá er mun ódýrara að leggja bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en stærstu flugvelli Norðurlanda. Það breytist ekki við hækkunina um mánðarmótin eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þess má geta að ódýrustu stæðin við hina flugvellina eru oftast talsverðan spöl frá flugstöðinni en þá er boðið upp á skutlþjónustu.

 
Flughöfn Sólarhringur (ódýrasta stæðið, fyrsti dagur) Einn klukkutími
Arlandaflugvöllur við Stokkhólm* 2100 kr. 800 kr.
Helsinki* 1500 kr. 600 kr.
Kaupmannahafnarflugvöllur 1990 kr. 700 kr.
Keflavíkurflugvöllur* 950 kr. 230 kr.
Óslóarflugvöllur* 3100 kr. 700 kr.

*verðið við erlendu flughafnirnar er námundað.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM