Fleiri ferðir til flestra borga nema Kaupmannahafnar

flugtak 860

Ferðunum milli Íslands og höfuðborga Bretlands, Noregs og Frakklands fjölgaði um meira en tíund í síðasta mánuði. Hins vegar dró úr Kaupmannahafnarfluginu. Ferðunum milli Íslands og höfuðborga Bretlands, Noregs og Frakklands fjölgaði um meira en tíund í síðasta mánuði. Hins vegar dró úr Kaupmannahafnarfluginu.
Í febrúar var boðið upp á áætlunarflug til þrjátíu og einnar borgar frá Keflavíkurflugvelli og fjölgaði áfangastöðunum um átta frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Umferð um flugvöllinn jókst að sama skapi og til flestra borga fjölgaði ferðunum frá því í febrúar í fyrra.
Sem fyrr er London sú borg sem langoftast er flogið til og voru ferðirnar þangað 174 í síðasta mánuði sem er aukning um tíund frá því í fyrra. Hlutfallslega fjölgaði ferðunum jafn mikið til Parísar en aðeins meira til Óslóar.

Mikil aukning í Manchester og Seattle

Af borgunum sem eru á listanum yfir tíu vinælustu áfangastaðina þá var mesta viðbótin í flugi til Manchester og Seattle. Fjölgaði ferðunum þangað um fjórðung frá því í febrúar í fyrra.

Kaupmannahöfn er alla jafna sú borg sem næst oftast er flogið til og á því varð ekki breyting í síðasta mánuði þó ferðunum þangað hafi fækkað. En eins og Túristi greindi frá þá dró WOW air úr Kaupmannahafnarfluginu nú í byrjun árs.

Vægi þeirra borga sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar 2015

1. London: 22,8%

2. Kaupmannahöfn: 9,4%

3. Ósló: 8,5%

4. París: 5,2%

5.-6. Boston: 4,1%

5.-6.Manchester: 4,1%

7.-9. Amsterdam: 3,7%

7.-9. New York: 3,7%

7.-9. Stokkhólmur: 3,7%

10. Seattle: 3,3%