Fleiri til útlanda í óvinsælasta mánuðinum

fle 860

Það voru fleiri Íslendingar á faraldsfæti í febrúar en á sama tíma í fyrra og það sem af er ári hafa nærri 51 þúsund íslenskir farþegar innritað sig í flug í Leifsstöð Það voru fleiri Íslendingar á faraldsfæti í febrúar en á sama tíma í fyrra og það sem af er ári hafa nærri 51 þúsund íslenskir farþegar innritað sig í flug í Leifsstöð.
Í síðasta mánuði mættu 23.400 farþegar í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með íslensk vegabréf. Á sama tíma í fyrra voru þeir ríflega 21 þúsund og aukningin milli ára nemur tíund samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Febrúar er sá mánuður sem Íslendingar ferðast alla jafna síst til útlanda samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem ná aftur til ársins 2003.

Fleiri Bretar

Íslendingar voru aðeins fjórðungur allra þeirra farþega sem flugu frá landinu í febrúar og hefur hlutfall heimamanna ekki áður verið svo lágt í þessum mánuði eins og Túristi greindi frá. Bretar voru til að mynda mun fjölmennari en Íslendingarnir en Bandaríkjamenn voru þriðji stærsti hópurinn.

Flugferðum fjölgar meira en íslenskum farþegum

Fyrstu tvö mánuði ársins hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað um 8,4 prósent og alls hafa nærri 50.730 íslenskir farþegar flogið frá Keflavík. Framboð á flugi til og frá landinu hefur aukist nokkru meira og í febrúar voru til að mynda í boði um fjórðungi fleiri áætlunarferðir miðað við sama tíma í fyrra. Ferðamannastraumurinn til landsins hefur hins vegar aukist umtalsvert á sama tíma og í febrúar var sætanýting hjá Icelandair og WOW air meiri en áður í þessum mánuði.