Hér er fljótlegasta leiðin til að fylla flugvél

flugvel

Flugfélögin munu þó ólíklega nýta sér hana því þá gætu þau til að mynda ekki rukkað aukalega fyrir sætisval og farangur.
Það græðir ekkert flugfélag á því að láta þoturnar standa á jörðu niðri og það er því keppikefli í fluggeiranum að lágmarka tímann við flugstöðvarnar. Stjórnendur Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, vilja að það líði ekki meira en 25 mínútur frá því að vél félagsins lendi og þar til að hún taki á loft á ný. Oftast gefa flugfélögin sér þó klukkutíma til tvo til að tæma vélina og fylla hana á ný.
Ein ástæða þess að það getur tekið tíma að fá farþegana í sætin er sú að þeim er hleypt upp í vélina í rangri eða engri röð og einnig flækir það málið að handfarangur verður sífellt algengari þar sem mörg flugfélög rukka fyrir innritaðar töskur.
Í myndbandinu hér fyrir neðan er málið rakið og komið með tillögu að fyrirkomulagi sem á að lágmarka þann tíma sem vélarnar eru á jörðinni.