130 Íslendingar hverja nótt á hótelum Kaupmannahafnar

kaupmannahofn yfir

Íslenskum hótelgestum fjölgaði í höfuðborg Danmerkur á síðasta ári en þó er langt í að fjöldinn nálgist það sem hann var á árinum fyrir hrun. Íslenskum hótelgestum fjölgaði í höfuðborg Danmerkur á síðasta ári en þó er langt í að fjöldinn nálgist það sem hann var á árinum fyrir hrun.
Kaupmannahöfn er sú borg sem næst oftast er flogið til frá Keflavík. Þar búa líka þúsundir Íslendinga og leið margra liggur því til borgarinnar. Á síðasta ári bókuðu Íslendingar um þrjátíu og fimm þúsund gistinætur í borginni sem er aukning um sjö prósent frá árinu á undan. Gistinætur eru taldar fyrir hvern gest og tveggja manna herbergi sem er bókað í tvær nætur telst því til fjögurra gistinótta.

Kaupmannahafnarreisur mun algengari fyrir hrun

Síðastliðinn áratug hafa Íslendingar keypt 471.541 gistinætur í Kaupmannahöfn samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Það jafngildir því að hverja nótt, síðastliðinn tíu ár, hafa 130 Íslendingar búið á hótelum borgarinnar. Eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan voru gistinæturnar miklu fleiri á árunum fyrir hrun en þær eru núna.