Samfélagsmiðlar

Hinar fljúgandi stéttir eiga í vök að verjast

airfrance flugmenn

Undanfarið hafa áhafnir evrópskra flugfélaga lagt niður störf og ástæðan er oftar en ekki sú að forsvarsmenn flugfélaganna eru að reyna að eiga roð í fargjöld Ryanair. Undanfarið hafa áhafnir evrópskra flugfélaga lagt niður störf og ástæðan er oftar en ekki sú að forsvarsmenn flugfélaganna eru að reyna að eiga roð í fargjöld Ryanair.
Frá því á miðvikudaginn hafa tugir þúsunda farþega norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ekki komist í loftið vegna verkfalls flugmanna félagsins. Flugmennirnir vilja fá ráðningasamninga við móðurfélag Norwegian í stað þess að vera í vinnu hjá dótturfélaginu. Þeir gera einnig kröfu um að norskir kjarasamningar gildi í öllu fyrirtækinu. Það vilja forsvarsmenn Norwegian ekki fallast á enda opinbert markmið þeirra að lækka launakostnað fyrirtækisins og að þeirra sögn er það ógjörningur ef bjóða á öllum starfsmönnum norsk kjör.

Tveir verkalýðsfundir í 30 ára sögu Ryanair

Hið írska Ryanir er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og í vor opnar fyrirtækið starfsstöð á Kaupmannahafnarflugvelli. Þar er Norwegian mjög umsvifamikið og stefnir í áframhaldandi verðstríð í Kastrup. Forsvarsmenn danskra verkalýðsfélaga hafa sagt að þeir muni aldrei sætta sig við að Ryanir bjóði dönskum starfsmönnum sínum aðeins verktakasamninga líkt og tíðkast hjá írska flugfélaginu. Í vetur hefur því komið til mótmæla á blaðamannafundum Ryanair í Kaupmannahöfn og loks féllust stjórnendur Ryanair á að setjast niður með fulltrúum verkalýðsfélaga í Danmörku. Samkvæmt fréttum þar í landi var þetta í annað skipti í þrjátíu ára sögu Ryanir sem forsvarsmenn félagsins funda með samtökum launafólks. Verktakasamningar Ryanair hafa víða verið til umfjöllunar enda þykir mörgum gróft að áhafnarmeðlimir félagins þurfi sjálfir að borga fyrir einkennisbúninga, fái ekki greitt vegna veikinda eða njóti almennra lífeyrisréttinda. Einnig hefur verið bent á að nýir starfsmenn Ryanair eru í skuld við félagið þegar þeir hefja störf því þátttaka á undirbúningskúrs félagsins er dregin frá laununum.

Meiri vinna fyrir lægri laun

Sýnt hefur verið fram á að áhafnir lággjaldaflugfélaga í Evrópu fá lægri laun í átta af hverjum tíu tilvikum í samanburði við starfsmenn hefðbundnu flugfélaganna. Vinnuálagið er einnig rúmlega helmingi meira og starfsöryggið talsvert minna. Þetta er líklega ein helsta ástæða þess að lággjaldaflugfélögin geta boðið lægri fargjöld. Og til að eiga roð í þau ætluðu forsvarsmenn Air France að færa hluta starfseminnar yfir í lággjaldaflugfélagið Transavia því þar njóta áhafnirnar ekki eins góðra kjara og þekkjast hjá móðurfélaginu. Flugmenn Air France brugðust við þessum áformum með því að leggja niður störf í hálfan mánuð í haust. Verkfallið er talið hafa kostað Air France um 45 milljarða króna og stjórnendur félagsins urðu að bakka með áætlanir sínar um að efla Transavia á kostnað Air France. Forsvarsmenn SAS standa í svipuðum æfingum því þeir hafa tekið yfir flugfélagið Cimber og ætla að láta það sjá um styttri flugleiðir félagins innan Skandinavíu. Samkvæmt frétt TV2 í Danmörku eru hámarkslaun hjá Cimber fimmtungi lægri en hjá SAS, sumarfríið er styttra og vinnuskyldan meiri. Færa á 147 starfsmenn SAS yfir í Cimber og það eru áhafnirnar ekki sáttar við og lagði hluti þeirra niður vinnu í síðustu viku. Verkfallið var hins vegar dæmt ólöglegt og snéru starfsmennirnir því aftur til vinnu í byrjun vikunnar.

Réttarstaða farþega óskýr

Á meðan á öllum þessum kjaradeilum stendur komast farþegarnir ekki á leiðarenda. Réttur fólks á skaðabótum í þessum tilvikum eru því miður nokkuð óljós því verkfall hefur sumsstaðar verið flokkað sem óviðráðanlegt ástand og við þær aðstæður eiga farþegar þá ekki rétt á skaðabótum. Hins vegar segir á heimasíðu Samgöngustofu að verkföll flugrekanda teljist ekki til óviðráðanlegra aðstæðna og í Danmörku hafa reglur Evrópusambandins verið túlkaðar á sama hátt. Staðan er því ekki skýr en unnið er að því að bæta reglurnar innan ESB enda ekki vanþörf á því það er ekki útlit fyrir annað en að kjaradeilur haldi áfram að setja ferðaplön úr skorðum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …