Hótelgestir vilja netsamband

tolva

Gististaðir sem bjóða upp á þráðlaust net eru líklegri til að laða til sín bandaríska og sænska ferðamenn. Gististaðir sem bjóða upp á þráðlaust net eru líklegri til að laða til sín bandaríska og sænska ferðamenn. Forgangsröðin er þó ólík hjá þessum tveimur þjóðum.
Staðsetning og standard hótelsins skiptir mestu máli þegar Svíar bóka sér gistingu í útlöndum. Aðgangur að þráðlausu neti er þriðja mikilvægasta atriðið samkvæmt nýrri könnun meðal viðskipta ferðasalans Ticket. Eru það helst barnafjölskyldur sem setja netið í forgang samkvæmt frétt Svenska dagbladet. 

Fylgir ekki alltaf með

Í dag bjóða flest hótel upp á aðgang að þráðlausu neti en það er hins vegar allur gangur á því hvort hótelstjórinn rukkar sérstaklega fyrir tenginguna eða ekki. Getur gjaldið numið nokkrum þúsundum króna á sólarhring.

Bandaríkjamenn vilja mat

Bandarískir viðskiptavinir netferðaskrifstofunnar Expedia setja einnig netsambandið í þriðja sæti yfir þau atriði sem skipta þá mestu máli. Frír morgunmatur var hins vegar aðalatriðið í huga þeirra og í öðru sæti var aðgengi að hótelveitingastað.