Ibiza í Dubai

dubai dreamisland

Það er gert ráð fyrir stans­lausu partíi á lítilli mann­gerðri eyju rétt við Dubai. Veislan hefst eftir þrjú ár. Það er gert ráð fyrir stans­lausu partíi á lítilli mann­gerðri eyju rétt við Dubai. Veislan hefst eftir þrjú ár.
Þeir grípa til ýmissa ráða til að lokka til sín ferða­menn furst­arnir í Dubai. Lygileg háhýsi, ævin­týraleg hótel og innanhús skíða­höll er meðal þess sem þeir hafa reist til að efla ferða­þjón­ustu svæð­isins. Árang­urinn hefur ekki látið á sér standa því árlega heim­sækja ríflega tíu millj­ónir ferða­manna þessa sérstöku eyði­merk­ur­borg. Markmið furst­anna er víst að gera hana að vinsæl­asta ferða­mannastað heims og verður verk­efnið meðal annars fjár­magnað með gistinátta­skatti. En meira að segja í Dubai eru lagðar sérstakar álögur á hótelgesti.

Þurfa ekki leyfi fyrir víndrykkju

Liður í því að auka vinsældir Dubai er að breyta 375 þúsund fermetra mann­gerðri eyju, skammt frá Dubai, í einskonar partí­svæði sem hlotið hefur heitið Drauma­eyjan eða Dream Island. Hafa forsvars­menn verk­efn­isins spænsku eyjuna Ibiza sem fyrir­mynd samkvæmt frétt Daily Mail. Í frétt blaðsins segir að pláss verði fyrir um tuttugu þúsund veislu­gesti á eyjunni á hverjum tíma og þar verða engar skorður settar á áfeng­is­drykkju gest­anna. En í dag er það víst þannig að þeir sem heim­sækja Dubai verða að hafa sérstakt leyfi fyrir því að fá sér í glas. Á Drauma­eyj­unni verða fimm hótel, hundrað barir og veit­inga­staðir, tveir risa­stórir nætur­klúbbar auk fjög­urra strand­klúbba.