Miklu betri aðstaða á Heathrow

terminal2 heathrow

Icelandair hefur flutt starfsemi sína í London yfir í næsta hús. Þó fjarlægðin sé lítil er munurinn töluverður fyrir farþegana. Icelandair hefur flutt starfsemi sína í London yfir í næsta hús. Þó fjarlægðin sé lítil er munurinn töluverður fyrir farþegana.
Heathrow, stærsti flugvöllur Evrópu, komst í ár upp í áttunda sæti yfir bestu flugvelli í heimi en fyrir aðeins nokkrum árum síðan var flughöfnin mun lægra á listanum.
Helsta ástæðan fyrir þessari breytingu er oft sögð vera sú að síðustu ár hafa tvær nýjar flugstöðvarbyggingar verið teknar í notkun við Heathrow og í dag flytur Icelandair yfir í aðra þeirra sem kennd er við Bretadrottningu og kallast Queen´s terminal 2. Áður var Icelandair í flugstöðvarbyggingu númer 1 en henni verður lokað í október.

Auðveldar tengiflug

Nýja flugstöðin var tekin í notkun sl. sumar og síðustu mánuði hafa mörg flugfélög flutt starfsemi sína þangað, þar á meðal Lufthansa, SAS, Singapore Airlines, Turkish Airlines og Air Lingus. Farþegar Icelandair sem ætla að halda ferðalaginu áfram frá Heathrow með þessum flugfélögum þurfa því ekki að fara yfir í aðrar byggingar en vegna tíðra ferða til Heathrow liggur leið margra íslenskra flugfarþega í gegnum flugvöllinn á leið lengra út í heim.

Sjálfsafgreiðsla

Túristi átti leið um þessa nýjustu flugstöð Lundúna nýlega og það leynir sér ekki að þar er gert út á sjálfsafgreiðslu. Í innritunarsalnum eru sjálfsinnritunarstöðvar mjög áberandi og við vopnaleitina skanna farþegarnir sjálfir vegabréfin sín og á það að stytta afgreiðslutímann við öryggishliðin.
Flugstöðvarbyggingin sjálf er björt, með stórum gluggum og í brottfararslanum er mjög hátt til lofts. Þar er ágætis blanda af verslunum sem flestir eru þó í dýrari kantinum. Veitingastaðirnir eru hins fjölbreyttir og þar er engin amerísk skyndibita- eða kaffikeðja. Þeir sem vilja gera sérstaklega vel við sig fyrir flug geta sest á veitingastað eins stjörnukokksins Heston Blumenthal. Farþegar fá frían aðgang að þráðlausu neti í þrjú korter.
Icelandair flýgur tvisvar á dag til Heathrow.