Samfélagsmiðlar

Íslenskir flugmenn tilbúnir til aðstoða í kjarabaráttu skandinavískra starfsbræðra

norwegian vetur

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir félagsmenn sína tilbúna til að hjálpa starfsbræðrum sínum í Skandinavíu verði eftir því óskað. Verkfall ríflega sjö hundrað flugmanna Norwegian hefur staðið yfir í fimm daga og deiluaðilar gagnrýna hvorn annan harkalega í fjölmiðlum. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir félagsmenn tilbúna til að hjálpa starfsbræðrum sínum verði eftir því óskað. Túristi ræddi við Hafstein um stöðu flugáhafna í ljósi þess að lausamennska og verktakasamningar eru að verða algengari í fluggeiranum í Evrópu.

Það er talið að um hundrað þúsund farþegar norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi orðið strandaglópar í vikunni þar sem nærri allt flug félagsins innan Skandinavíu hefur verið fellt niður. Áætlanaferðir félagsins til annarra landa, þ.m.t. Íslands, hefur farið fram samkvæmt áætlun. Forsvarsmenn flugmanna hafa sakað stjórnendur Norwegian um að ætla að fremja verkfallsbrot með því að kalla til erlenda flugmenn til að fljúga vélum félagsins. Hafa þeir hótað að vélarnar verði stöðvaðar út í heimi ef erlendir flugmenn verði fengnir til að ganga inn í störfin. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir félagsmenn sína reiðubúna til að leggja flugmönnum Norwegian lið verði þess óskað. „Við munum hjálpa þeim eins og okkur er unnt innan ramma laganna. Við höfum þegar sett í gang vinnu til að vera við öllu búin. Við getum aðstoðað þau með ýmsum hætti til dæmis að hafa samband við önnur stéttarfélög og láta vita ef um ólögleg flug, verkfallsbrot, er að ræða. Þá er hægt að stöðva afgreiðslu þessara fluga í gegnum Norræna- og Alþjóða flutningamannasambandið.“ 

Forstjórar ráða ekki öllu 

Norwegian er næststærsta flugfélag Norðurlanda og þriðja umsvifamesta lággjaldaflugfélag Evrópu. Forsvarsmenn SAS, stærsta norræna flugfélagsins, hafa tjáð sig um deiluna og sagði forstjóri SAS að hann teldi engar líkur á öðru en hefðbundnir ráðningasamningar heyri sögunni til hjá flugmönnum lággjaldaflugfélaga. Þeir verði hér eftir ráðnir inn tímabundið eða sem verktakar. Hafsteinn telur þetta ekki vera rétt mat hjá forstjóranum. „Það má ekki gleyma því að forstjórarnir ráða þessu ekki einhliða þó að þetta sé draumur margra þeirra. Í þarsíðustu viku kynnti ESB nýja rannsókn þar sem verktakamennska er átalin og sagt að hún sé bein ógn við flugöryggi. Í Bandaríkjunum er orðið bannað með lögum að flugmenn séu verktakar. Það er í raun og veru ómögulegt. Verktaki skaffar tæki og tól og vinnur vinnuna þegar honum hentar og það getur aldrei átt við flugmann. Ég held að þegar stjórnvöld í Evrópu átta sig á flugöryggisþættinum og öllum skattaundaskotunum þá verð þetta bannað hér líka.“

Oftast flugfélög sem standa illa sem grípa til verktakasamninga

Í byrjun febrúar sakaði miðstjórn ASÍ stjórnendur íslenska flugfélagsins Primera Air um að byggja starfsemi sína og flug frá Íslandi á félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum og var skorað á íslensk stjórnvöld að stöðva starfsemi félagsins. Forsvarsmenn Primera Air hafna þessum ásökunum og segja áhafnir flugfélaga ekki sjálfkrafa falla undir lög eða reglur þeirra landa þar sem tímabundin bækistöð eða starfsemi flugfélags er hverju sinni. Formaður FÍA segist ekki óttast að íslensk flugfélög fari í auknum mæli út á þessar brautir. „Nýjasta dæmið er WOW air sem hefur farið af stað með að ráða flugmenn sem launamenn. Eitt sem styður þetta er að það stefnir í flugmannaskort miðað við fjölda á framleiddum flugvélum og það þýðir að kjör yfirleitt batna. Það sem Primera Air er að gera eru hlutir sem félög gera yfirleitt ekki nema þau standi orðið illa. Þar lítur úr fyrir að verið sé að fara á svig við íslensk lög.“

Greiða helst ekki skatta til að komast af

Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er þekkt fyrir að bjóða áhöfnum sínum verri kjör en gerist og gengur og ótryggt starfsumhverfi. Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, lét hafa það eftir sér að hann myndi aldrei fljúga með félaginu vegna þess hvernig staðið væri að ráðningasamningum starfsfólks. Hafsteinn segir að Ryanair eigi orðið í vandræðum með að manna flug sín og að síðastliðið sumar hafi margar af vélum þess staðið ónotaðar vegna þess að félagið hafði ekki flugmenn til að fljúga þeim. „Ég held að þegar upp er staðið sé það öllum samfélögum fyrir bestu að allir þegnar þess taki þátt í því að greiða skatta. En það er langur vegur frá því að þessir verktakar í flugheiminum séu að gera það því þeim eru ekki greidd nægjanleg laun til þess að geta það. Stór hluti af því að komast af sem verktaki er að greiða helst ekki skatta.“

Í dag verður samningafundum haldið áfram í Ósló til að finna lausn á deilu flugmanna Norwegian. Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv í Noregi er reiknað með að tuttugu þúsund farþegar Norwegian komist ekki á áfangastað í dag vegna ástandsins. 
SJÁ EINNIG: HINAR FLJÚGANDI STÉTTIR EIGA Í VÖK AÐ VERJAST

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …